Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana.
Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag.
„Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða.
Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja.
„Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það.
„Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við.
Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka.
Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu.