Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 15:51 Sakborningar huldu höfuð sín við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira