Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 16:06 Hrefna Lind er á leiðinni í Efstaleiti eftir baráttu við 46 aðra um stöðuna. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV. Hrefna Lind er með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-próf í hönnun og stafrænni miðlun (Design and Digital Media) frá Háskólanum í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Hrefna Lind hefur öðlast víðtæka reynslu af stjórnun mannauðs, hugbúnaðarvörum og verkefnum í hugbúnaðargeiranum á undanförnum 17 árum. Síðustu ár sem tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands þar sem hún sinnti meðal annars stefnumótun fyrir stafræna vegferð hins opinbera, bar ábyrgð á framtíðarsýn hugbúnaðarlausna og tæknilegrar stefnu Stafræns Íslands og á hugbúnaðarþróunarferli sem um 20 tækniteymi koma að. Áður bar hún, sem vörustjóri Stafræns Íslands, ábyrgð á vöruþróun tæknilausna fyrir hið opinbera, s.s. innskráningar- og umboðskerfis Ísland.is. Hrefna Lind gegndi einnig starfi forstöðumanns hugbúnaðarþróunar hjá Tempo Software og var framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Meniga auk fleiri starfa þar við þróun hugbúnaðarlausna, stefnumótun og áætlanagerð,“ segir í frétt á vef RÚV. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá RÚV beri ábyrgð á að móta og fylgja eftir stefnu í stafrænni þróun og upplýsingatækni í takt við stefnu RÚV, leiðir öflugt samstarf milli sviða og deilda til að hámarka árangur með hagnýtingu stafrænna lausna og upplýsingatækni, ber ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins sem og áætlanagerð og eftirfylgni með fjárfestingum. „Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af stjórnun í upplýsingatækni og stafrænni þróun, stefnumótun og breytingastjórnun auk leiðtogahæfileika og farsællar stjórnunarreynslu. Í ráðningarferlinu var staðfest að Hrefna Lind uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Stjórnendalisti RÚV er eftirfarandi: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2 Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri framleiðslu Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sjónvarps Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rás 1 Einar Logi Vignisson framkvæmdastjóri RÚV sölu Hrefna Lind Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar Ríkisútvarpið Vistaskipti Stafræn þróun Fjölmiðlar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hrefna Lind er með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-próf í hönnun og stafrænni miðlun (Design and Digital Media) frá Háskólanum í Edinborg og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Hrefna Lind hefur öðlast víðtæka reynslu af stjórnun mannauðs, hugbúnaðarvörum og verkefnum í hugbúnaðargeiranum á undanförnum 17 árum. Síðustu ár sem tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands þar sem hún sinnti meðal annars stefnumótun fyrir stafræna vegferð hins opinbera, bar ábyrgð á framtíðarsýn hugbúnaðarlausna og tæknilegrar stefnu Stafræns Íslands og á hugbúnaðarþróunarferli sem um 20 tækniteymi koma að. Áður bar hún, sem vörustjóri Stafræns Íslands, ábyrgð á vöruþróun tæknilausna fyrir hið opinbera, s.s. innskráningar- og umboðskerfis Ísland.is. Hrefna Lind gegndi einnig starfi forstöðumanns hugbúnaðarþróunar hjá Tempo Software og var framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Meniga auk fleiri starfa þar við þróun hugbúnaðarlausna, stefnumótun og áætlanagerð,“ segir í frétt á vef RÚV. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá RÚV beri ábyrgð á að móta og fylgja eftir stefnu í stafrænni þróun og upplýsingatækni í takt við stefnu RÚV, leiðir öflugt samstarf milli sviða og deilda til að hámarka árangur með hagnýtingu stafrænna lausna og upplýsingatækni, ber ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins sem og áætlanagerð og eftirfylgni með fjárfestingum. „Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af stjórnun í upplýsingatækni og stafrænni þróun, stefnumótun og breytingastjórnun auk leiðtogahæfileika og farsællar stjórnunarreynslu. Í ráðningarferlinu var staðfest að Hrefna Lind uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Stjórnendalisti RÚV er eftirfarandi: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2 Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri framleiðslu Hildur Sigurðardóttir mannauðsstjóri Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sjónvarps Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rás 1 Einar Logi Vignisson framkvæmdastjóri RÚV sölu Hrefna Lind Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar
Ríkisútvarpið Vistaskipti Stafræn þróun Fjölmiðlar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira