Framleiðsla á rifostum slær öll met á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2023 20:30 Framleiðslan af rifostum verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið hjá MS á Sauðárkróki ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framleiðsla á rifostum hjá Mjólkursamsölunni á Sauðárkróki hefur slegið öll met í ár en framleiðslan verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið. Osturinn fer meira og minna ofan á pizzur landsmanna. Rifostadeildin í mjólkurstöðinni eins og hún er alltaf kölluð af heimamönnum hefur verið starfrækt frá því í 2009 en hún var áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa. „Þetta verður svona átján hundruð til átján hundruð og fimmtíu tonn á þessu ári og það hefur verið stöðug aukning frá byrjun. Það er rosalega mikið en það hefur verið svona 70 til 80 tonna aukning á hverju ári hjá okkur,” segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki. „Þetta magn segir dálítið til um hvernig neysluhefð okkar Íslendinga er pínu að breytast. Neysla á pizzum hefur stóraukist og svo framvegis,” bætir Jón Þór við. Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á starfsstöð MS á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig osta er Jón Þór og hans starfsfólk að nota í rifostana? „Það er notað í þetta að svona stærstum hluta pizza moserella frá Egilsstöðum, bæði 17% og 21 og svo erum við að blanda saman við þetta ostum, sem við framleiðum hérna sjálfir.” Og Jón Þór er bjartsýnn með sölu á rifostunum og öðrum ostum á nýju ári, sem framleiddir eru á Sauðárkróki. „Það verður bara áfram uppgangur í ostunum, já, já, það er það. Það er söluaukning, við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum í landinu og það þarf að sinna þeim. Þannig að ég sé ekkert fram á annað en að það verði mikill uppgangur.” Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Rifostadeildin í mjólkurstöðinni eins og hún er alltaf kölluð af heimamönnum hefur verið starfrækt frá því í 2009 en hún var áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa. „Þetta verður svona átján hundruð til átján hundruð og fimmtíu tonn á þessu ári og það hefur verið stöðug aukning frá byrjun. Það er rosalega mikið en það hefur verið svona 70 til 80 tonna aukning á hverju ári hjá okkur,” segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki. „Þetta magn segir dálítið til um hvernig neysluhefð okkar Íslendinga er pínu að breytast. Neysla á pizzum hefur stóraukist og svo framvegis,” bætir Jón Þór við. Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á starfsstöð MS á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig osta er Jón Þór og hans starfsfólk að nota í rifostana? „Það er notað í þetta að svona stærstum hluta pizza moserella frá Egilsstöðum, bæði 17% og 21 og svo erum við að blanda saman við þetta ostum, sem við framleiðum hérna sjálfir.” Og Jón Þór er bjartsýnn með sölu á rifostunum og öðrum ostum á nýju ári, sem framleiddir eru á Sauðárkróki. „Það verður bara áfram uppgangur í ostunum, já, já, það er það. Það er söluaukning, við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum í landinu og það þarf að sinna þeim. Þannig að ég sé ekkert fram á annað en að það verði mikill uppgangur.” Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira