Normið og neyðin Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:01 Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera. Ég fagna því að Alþingi hafi samþykkt skerðingalausa eingreiðslu til örorkulífeyrisþega fyrir jólahátíðina í ár. Sum hver okkar geta gefið jólagjafir vegna þessa og leyft okkur aðeins meira þegar kemur að mat. Hitt er öllu verra, að við sem reiðum okkur á framfærslu almannatryggingakerfisins eigum það til að lenda í klóm skerðinga og búum frekar við bæði efnislega og félagslega fátækt. Í raun erum við stundum eins og á hálu svelli að reyna að dansa tangó í tilveru sem ekki er gerð fyrir okkur, kannski í orði en ekki alltaf á borði. Inn á milli fylgist ég með Alþingi í beinni og það sem stendur eftir í huga mínum eftir þær skrítnu umræður undanfarið er fyrst og fremst það að heyra fjármálaráðherra tala um að hún hafi samúð með þeim sem komast ekki á húsnæðismarkaðinn og hins vegar orð félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að „við séum öll ráðherrar fátækra“. Það er nefnilega ekki þannig að öll sem búum hér og byggjum þetta samfélag stöndum vörð um þá sem minna mega sín. Það er heldur ekki nóg að heyra þessi orð í þingssal, það þurfa að fylgja alvöru aðgerðir með sem marktækar eru. Ekki dugar til að segja ár eftir ár að vinna sé í gangi í sambandi við breytingar á almannatryggingakerfinu þegar hluti íbúa íslensks samfélags lifir ekki mannsæmandi lífi né býr við sjálfsögð mannréttindi. Ég skil reiðina sem almenningur finnur fyrir vegna ójöfnuðarins sem virðist bara aukast með ári hverju hér á landi. Fátækt er ekki alltaf sýnileg og margir finna fyrir skömm vegna versnandi stöðu í verðbólguástandi. Það getur verið þrautinni þyngri að þurfa að leita til hjálparsamtaka til að eiga mat í ísskápnum og ætti það ekki að vera normið í norrænu velferðarríki. Fólk sem býr við fötlun ætti heldur ekki að þurfa að lenda í því að Tryggingastofnun Ríkisins (TR) sæki í það með innheimtu. Nokkrum dögum eftir að Alþingi skrapp í jólafrí í fyrra, barst mér bréf frá stofnuninni, dagsett 20. desember, sem hljóðaði svo: Innheimtubréf Tryggingastofnun hefur ákveðið neðangreinda greiðsludreifingu vegna skuldar þinnar. Upphaf 01.01.2023 Mánaðagreiðslur 43.431 kr Eftirstöðvar 521.166 kr Hvers vegna fékk ég þetta bréf? Jú, ég hafði asnast til að losa sparnaðinn minn til að geta keypt mér bifreið svo að ég ætti auðveldara með að sækja mér heilbrigðisþjónustu, ásamt því að geta verið virkari í samfélaginu. Ég vildi gæta þess að einangrast sem minnst félagslega og hugsaði að það væri gott að geta átt bíl til afnota. Þess má geta að ég er ekki með hreyfihömlun og fékk því ekki styrk til bifreiðakaupa eins og sumir fá frá TR. Ég greiddi rúmlega 200 þúsund í staðgreiðslu skatts fyrir söluna á bréfinu sem innihélt sparnaðinum og brá í brún þegar ég fékk nokkrum mánuðum seinna bréf frá TR um að nú skuldaði ég þeim rúma hálfa milljón vegna þess að um væri að ræða fjármagnstekjur. Vegna aðstæðna minna hafði ég ekki séð mér fært að kynna mér allar þær flóknu reglur sem stofnunin setur okkur sem þurfum að reiða okkur á kerfið. Eftir að ég fékk innheimtubréfið fann ég fyrir kvíða og afkomuótta. Það má segja að ég hafi nokkurn veginn frosið; mér fannst sárt að upplifa að stofnun á vegum ríkisins skyldi sækja svo hart að einstaklingum í samfélaginu sem minna mega sín. En allt blessaðist þetta að mestu að lokum og krafan var felld niður að stóru leyti í kjölfar þrotlausrar vinnu réttindagæslu fatlaðs fólks. TR heldur samt blákalt áfram að skerða greiðslur til fólks sem er bara að reyna að standa sig og lifa eins góðu lífi og hægt er þrátt fyrir veikindi. Vonandi er mál mitt þó fordæmisgefandi fyrir aðra. Það er margar breytingar sem að ég myndi vilja sjá í almannatryggingakerfinu. Fyrir það fyrsta þarf að einfalda það til muna og gera leikreglurnar einfaldari. Það þarf að tryggja að þeir sem þurfa að reiða sig á kerfið fái að taka þátt í að breyta því og að samráð sé haft á öllum stigum. Í öðru lagi þarf að gera kerfið hvetjandi þegar kemur að vinnumarkaði í stað þess að það sé letjandi líkt og nú. Í þriðja lagi þarf að hækka örorkulífeyri um 12,4% líkt og ÖBÍ réttindasamtök hafa bent á. Öryrkjar á Íslandi geta ekki beðið mikið lengur eftir réttlæti. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða að sameinast um að brjóta niður múrana sem ríghalda fólki á botninum! Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera. Ég fagna því að Alþingi hafi samþykkt skerðingalausa eingreiðslu til örorkulífeyrisþega fyrir jólahátíðina í ár. Sum hver okkar geta gefið jólagjafir vegna þessa og leyft okkur aðeins meira þegar kemur að mat. Hitt er öllu verra, að við sem reiðum okkur á framfærslu almannatryggingakerfisins eigum það til að lenda í klóm skerðinga og búum frekar við bæði efnislega og félagslega fátækt. Í raun erum við stundum eins og á hálu svelli að reyna að dansa tangó í tilveru sem ekki er gerð fyrir okkur, kannski í orði en ekki alltaf á borði. Inn á milli fylgist ég með Alþingi í beinni og það sem stendur eftir í huga mínum eftir þær skrítnu umræður undanfarið er fyrst og fremst það að heyra fjármálaráðherra tala um að hún hafi samúð með þeim sem komast ekki á húsnæðismarkaðinn og hins vegar orð félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að „við séum öll ráðherrar fátækra“. Það er nefnilega ekki þannig að öll sem búum hér og byggjum þetta samfélag stöndum vörð um þá sem minna mega sín. Það er heldur ekki nóg að heyra þessi orð í þingssal, það þurfa að fylgja alvöru aðgerðir með sem marktækar eru. Ekki dugar til að segja ár eftir ár að vinna sé í gangi í sambandi við breytingar á almannatryggingakerfinu þegar hluti íbúa íslensks samfélags lifir ekki mannsæmandi lífi né býr við sjálfsögð mannréttindi. Ég skil reiðina sem almenningur finnur fyrir vegna ójöfnuðarins sem virðist bara aukast með ári hverju hér á landi. Fátækt er ekki alltaf sýnileg og margir finna fyrir skömm vegna versnandi stöðu í verðbólguástandi. Það getur verið þrautinni þyngri að þurfa að leita til hjálparsamtaka til að eiga mat í ísskápnum og ætti það ekki að vera normið í norrænu velferðarríki. Fólk sem býr við fötlun ætti heldur ekki að þurfa að lenda í því að Tryggingastofnun Ríkisins (TR) sæki í það með innheimtu. Nokkrum dögum eftir að Alþingi skrapp í jólafrí í fyrra, barst mér bréf frá stofnuninni, dagsett 20. desember, sem hljóðaði svo: Innheimtubréf Tryggingastofnun hefur ákveðið neðangreinda greiðsludreifingu vegna skuldar þinnar. Upphaf 01.01.2023 Mánaðagreiðslur 43.431 kr Eftirstöðvar 521.166 kr Hvers vegna fékk ég þetta bréf? Jú, ég hafði asnast til að losa sparnaðinn minn til að geta keypt mér bifreið svo að ég ætti auðveldara með að sækja mér heilbrigðisþjónustu, ásamt því að geta verið virkari í samfélaginu. Ég vildi gæta þess að einangrast sem minnst félagslega og hugsaði að það væri gott að geta átt bíl til afnota. Þess má geta að ég er ekki með hreyfihömlun og fékk því ekki styrk til bifreiðakaupa eins og sumir fá frá TR. Ég greiddi rúmlega 200 þúsund í staðgreiðslu skatts fyrir söluna á bréfinu sem innihélt sparnaðinum og brá í brún þegar ég fékk nokkrum mánuðum seinna bréf frá TR um að nú skuldaði ég þeim rúma hálfa milljón vegna þess að um væri að ræða fjármagnstekjur. Vegna aðstæðna minna hafði ég ekki séð mér fært að kynna mér allar þær flóknu reglur sem stofnunin setur okkur sem þurfum að reiða okkur á kerfið. Eftir að ég fékk innheimtubréfið fann ég fyrir kvíða og afkomuótta. Það má segja að ég hafi nokkurn veginn frosið; mér fannst sárt að upplifa að stofnun á vegum ríkisins skyldi sækja svo hart að einstaklingum í samfélaginu sem minna mega sín. En allt blessaðist þetta að mestu að lokum og krafan var felld niður að stóru leyti í kjölfar þrotlausrar vinnu réttindagæslu fatlaðs fólks. TR heldur samt blákalt áfram að skerða greiðslur til fólks sem er bara að reyna að standa sig og lifa eins góðu lífi og hægt er þrátt fyrir veikindi. Vonandi er mál mitt þó fordæmisgefandi fyrir aðra. Það er margar breytingar sem að ég myndi vilja sjá í almannatryggingakerfinu. Fyrir það fyrsta þarf að einfalda það til muna og gera leikreglurnar einfaldari. Það þarf að tryggja að þeir sem þurfa að reiða sig á kerfið fái að taka þátt í að breyta því og að samráð sé haft á öllum stigum. Í öðru lagi þarf að gera kerfið hvetjandi þegar kemur að vinnumarkaði í stað þess að það sé letjandi líkt og nú. Í þriðja lagi þarf að hækka örorkulífeyri um 12,4% líkt og ÖBÍ réttindasamtök hafa bent á. Öryrkjar á Íslandi geta ekki beðið mikið lengur eftir réttlæti. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða að sameinast um að brjóta niður múrana sem ríghalda fólki á botninum! Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar