Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2023 10:54 Arnar Hjálmsson hefur verið formaður Félags flugumferðarstjóra frá árinu 2020. Hann segir um fimmtán ár síðan flugumferðarstjórar fóru síðast í verkfall. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira