Þjóðarsátt um hvað? Sandra F. Franks skrifar 13. desember 2023 11:31 Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun