Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2023 18:49 Innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. Vísir/Arnar Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera. Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera.
Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52