Dularfulli Brasilíumaðurinn viðurkennir loksins að hann sé Rússi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 19:43 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi í fyrra. Maðurinn sem lögreglan í Noregi handtók í fyrra vegna gruns um að hann væri rússneskur njósnari og ofursti í rússnesku leyniþjónustunni, hefur nú loks viðurkennt að hann er Rússi. Fram til þessa hefur hann sagst vera brasilískur. Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. Noregur Rússland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni.
Noregur Rússland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira