Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:18 Hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira