Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:18 Hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira