Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir var boðið á mótið sem fer fram á Mallorca. Það verður seinna hægt að horfa á heimildarmynd um það sem þar fer fram. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira