Blik í augum barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:30 Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun