Kaffiboðið í Karphúsinu Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 16. desember 2023 14:31 Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnurekenda og launafólks eru öflugt og mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu, veita stjórnvöldum aðhald og geta sameiginlega stuðlað að framförum mikilvægra mála – þvert á stjórnmálaflokka og fram yfir kjörtímabil. Skæruverkföll 28 einstaklinga Íslenska vinnumarkaðslíkanið er að mörgu leyti gott en það er alls ekki fullkomið. Við þurfum að hafa hugrekki til þess að gera á því nauðsynlegar breytingar sem auka aga þegar kemur að hagstjórninni. Að óbreyttu mun óstöðugleiki og ófriður halda áfram að ógna þeim lífsgæðum sem okkur hefur tekist að byggja upp saman. Um þessar mundir eru 28 einstaklingar í skæruverkföllum sem hafa þær afleiðingar að landinu er lokað með reglubundnum hætti. Þessir 28 einstaklingar tilheyra hópi sem krefst launahækkana umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. Afleiðingarnar verða fjárhagslegt tjón upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæð áhrif á ímynd áfangastaðarins Íslands. Gestgjafi aðila vinnumarkaðarins Hér á landi getur ríkissáttasemjari boðið upp á fundaraðstöðu og kaffi, hann er gestgjafi aðila vinnumarkaðarins. Embættið hefur í raun engar leiðir til þess að framfylgja þeirri launastefnu sem hefur verið mörkuð í samningum á almennum vinnumarkaði. Á hinum Norðurlöndunum hafa ríkissáttasemjarar almennt víðtækari heimildir. Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi. Leyfum ríkissáttasemjara að vera ríkissáttasemjari Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ríkissáttasemjari hafi það hlutverk að tryggja að launastefnu stefnumótandi kjarasamninga sé fylgt í öllum öðrum kjarasamningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stjórnvöld hefur hingað til skort hugrekki til þess að leggja fram frumvarp um auknar heimildir ríkissáttasemjara. Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun