Gríðarlegt tap sveitarfélaga af orkuvinnslu Haraldur Þór Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:01 Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun