„Við myndum helst vilja selja þá saman“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 14:23 Fréttablaðið sem áður var og hét. Vísir/Vilhelm Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira