„Við verðum miklu betri eftir áramót“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. desember 2023 21:35 Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 7 mörk í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir fimm marka tap gegn Val 28-33. Þorsteinn fór yfir tímabilið til þessa og að hans mati á liðið mikið inni. „Þeir refsuðu okkur mikið í seinni bylgjunni. Það var klaufaskapur í fyrri hálfleik að fá svona margar tveggja mínútna brottvísanir og þá gekk Valur á lagið,“ sagði Þorsteinn Leó í samtali við Vísi eftir leik. Þorsteinn var svekktur með síðari hálfleikinn þar sem honum fannst liðið vera að tapa allt of mörgum boltum. „Þetta var klaufaskapur og við vorum með of marga tapaða bolta. Þetta var asnalegur sóknarleikur hjá okkur og leikurinn fór í vaskinn.“ Þegar að tæplega hálf mínúta var eftir tók Valur leikhlé fimm mörkum yfir. Mörgum fannst þetta afar sérstakt en Þorsteinn kippti sér ekki upp við þetta. „Þetta böggaði mig ekkert. Hann [Anton Rúnarsson] gerði mistök og viðurkenndi það eftir leikinn. Þetta var alveg óviljandi hjá honum.“ Afturelding var að ljúka sínum síðasta leik fyrir áramót. Að mati Þorsteins á liðið mikið inni og liðið þarf að gera betur. „Mér finnst við eiga mikið inni sóknarlega en varnarlega er þetta að koma. Mér finnst við samt þurfa að bæta varnarleikinn líka. Við þurfum að hlaupa betur til baka og það vantar alveg þriðju bylgjuna. Við verðum miklu betri eftir áramót.“ Þorsteinn Leó var valinn í tuttugu manna æfingahóp fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. „Það var heiður að vera valinn í tuttugu manna hópinn og ég reyni allt sem ég get til að komast út.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleikann á að vera í 18 manna hópnum sem fer til Þýskalands? „Það er góður möguleiki held ég,“ sagði Þorsteinn Leó að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
„Þeir refsuðu okkur mikið í seinni bylgjunni. Það var klaufaskapur í fyrri hálfleik að fá svona margar tveggja mínútna brottvísanir og þá gekk Valur á lagið,“ sagði Þorsteinn Leó í samtali við Vísi eftir leik. Þorsteinn var svekktur með síðari hálfleikinn þar sem honum fannst liðið vera að tapa allt of mörgum boltum. „Þetta var klaufaskapur og við vorum með of marga tapaða bolta. Þetta var asnalegur sóknarleikur hjá okkur og leikurinn fór í vaskinn.“ Þegar að tæplega hálf mínúta var eftir tók Valur leikhlé fimm mörkum yfir. Mörgum fannst þetta afar sérstakt en Þorsteinn kippti sér ekki upp við þetta. „Þetta böggaði mig ekkert. Hann [Anton Rúnarsson] gerði mistök og viðurkenndi það eftir leikinn. Þetta var alveg óviljandi hjá honum.“ Afturelding var að ljúka sínum síðasta leik fyrir áramót. Að mati Þorsteins á liðið mikið inni og liðið þarf að gera betur. „Mér finnst við eiga mikið inni sóknarlega en varnarlega er þetta að koma. Mér finnst við samt þurfa að bæta varnarleikinn líka. Við þurfum að hlaupa betur til baka og það vantar alveg þriðju bylgjuna. Við verðum miklu betri eftir áramót.“ Þorsteinn Leó var valinn í tuttugu manna æfingahóp fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. „Það var heiður að vera valinn í tuttugu manna hópinn og ég reyni allt sem ég get til að komast út.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleikann á að vera í 18 manna hópnum sem fer til Þýskalands? „Það er góður möguleiki held ég,“ sagði Þorsteinn Leó að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira