Ríflega 2.200 milljarða hagnaður lífeyrissjóða síðustu fimm árin Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 11:00 Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar