COP28: Grípum tækifærin! Haraldur Hallgrímsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar