Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Árni Sæberg skrifar 19. desember 2023 15:10 Mennirnir gerðu tilraun til gripdeildar í Hamraborg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð. Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð.
Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira