Dortmund og Leipzig töpuðu stigum í toppbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:35 Dortmund er án sigurs í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fjórum leikjum í röð. Leon Kuegeler/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Dortmund og Leipzig, sem bæði berjast í kringum toppinn í deildinni, þurftu bæði að sætta sig við 1-1 jafntefli í sínum leikjum. Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig. Þýski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Sjá meira
Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig.
Þýski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Sjá meira