Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira