Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 18:46 Slagsmál brutust út í fagnaðarlátum Diyarbekirspor Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15