Dómarinn ætlar aldrei að fyrirgefa forsetanum sem kýldi hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 11:01 Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýlir dómarann Halil Umut Meler. getty/Emin Sansar Tyrkneski fótboltadómarinn Halil Umut Meler ætlar ekki að fyrirgefa forseta Ankaragucu sem kýldi hann eftir leik gegn Caykur Rizespor í síðustu viku. Faruk Koca, forseti Ankaragucu, ruddist inn á völlinn eftir leikinn gegn Caykur Rizespor og kýldi Meler í jörðina. Stuðningsmenn Ankaragucu brutust líka inn á leikvanginn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Öllum leikjum í Tyrklandi var frestað um tíma, forsetinn handtekinn og svo dæmdur í ævilangt bann. Ankaragucu þarf jafnframt að greiða háa sekt og spila næstu fimm heimaleiki sína fyrir luktum dyrum. Meler hefur nú tjáð sig um árásina sem hann varð fyrir í síðustu viku. „Nei, ég fyrirgef honum ekki,“ sagði dómarinn aðspurður hvort hann ætli að fyrirgefa forsetanum sem kýldi hann. „Sá sem gerði þetta kýldi mig. En spörkin sem ég fékk þar sem ég lá í grasinu eru eitthvað sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi. Vegna þess mun ég aldrei fyrirgefa. Ég fyrirgef ekki á nokkurn hátt. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim sem ollu þessu og gerðu þetta.“ Meler er einn fremsti dómari Tyrkja. Hann hefur dæmt í úrvalsdeildinni þar í landi síðan 2015 og varð FIFA-dómari tveimur árum síðar. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06 Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Faruk Koca, forseti Ankaragucu, ruddist inn á völlinn eftir leikinn gegn Caykur Rizespor og kýldi Meler í jörðina. Stuðningsmenn Ankaragucu brutust líka inn á leikvanginn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Öllum leikjum í Tyrklandi var frestað um tíma, forsetinn handtekinn og svo dæmdur í ævilangt bann. Ankaragucu þarf jafnframt að greiða háa sekt og spila næstu fimm heimaleiki sína fyrir luktum dyrum. Meler hefur nú tjáð sig um árásina sem hann varð fyrir í síðustu viku. „Nei, ég fyrirgef honum ekki,“ sagði dómarinn aðspurður hvort hann ætli að fyrirgefa forsetanum sem kýldi hann. „Sá sem gerði þetta kýldi mig. En spörkin sem ég fékk þar sem ég lá í grasinu eru eitthvað sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi. Vegna þess mun ég aldrei fyrirgefa. Ég fyrirgef ekki á nokkurn hátt. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim sem ollu þessu og gerðu þetta.“ Meler er einn fremsti dómari Tyrkja. Hann hefur dæmt í úrvalsdeildinni þar í landi síðan 2015 og varð FIFA-dómari tveimur árum síðar.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06 Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15
Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06
Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30
Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31
Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45