Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 10:00 Sveindís Jane er ein af okkar bestu fótboltakonum og bíða margir spenntir eftir endurkomu hennar á fótboltavöllinn Vísir/Arnar Halldórsson Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“ Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira