Erlendur íþróttaannáll 2023: Óumbeðinn koss, endurkoma og langþráður titill Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 10:00 Nokkrar af aðalpersónunum á erlendum íþróttavettvangi árið 2023. vísir/getty Íþróttaárið 2023 var viðburðarríkt að venju. Þar skiptust á skin og skúrir, sigrar og skandalar, nýjar stjörnur komu fram og svo mætti áfram telja. Vísir tók saman tíu eftirminnileg augnablik af erlendum íþróttavettvangi ársins 2023 sem senn er á enda. Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleik HM. Sigurinn féll þó í skuggann af atviki sem átti sér stað eftir leikinn þar sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti óumbeðnum rembingskossi á Jennifer Hermoso, eina skærustu stjörnu spænska liðsins. Forsetinn var harðlega gagnrýndur, dæmdur í bann af FIFA og sagði loks af sér eftir mikið fjaðrafok.getty/cameron spencer Denver Nuggets varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Miami Heat í úrslitum, 4-1. Serbneski miðherjinn Nikola Jokic leiddi Denver til fyrirheitna landsins og var valinn besti leikmaður úrslitanna. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 að meðaltali í leik. Jokic var jafnframt með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar allra leikmanna í úrslitakeppninni.getty/Matthew Stockman Norski framherjinn Erling Haaland var magnaður á sínu fyrsta tímabili með Manchester City þar sem liðið vann þrefalt; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. City varð þar með annað enska liðið á eftir Manchester United 1999 til að vinna þrennuna. Haaland skoraði 52 mörk í 53 leikjum á tímabilinu, þar á meðal 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er met.Getty/Tom Flathers Ein fremsta íþróttakona sögunnar, Simone Biles, sneri aftur til keppni eftir tveggja ára hlé. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til fernra gullverðlauna á HM. Hún er sigursælasti fimleikakappi sögunnar en hún hefur unnið 37 verðlaun á HM og Ólympíuleikum, þar af 27 gullverðlaun.getty/Stacy Revere Max Verstappen hafði mikla yfirburði í heimsmeistarakeppni ökuþóra í Formúlu 1 og vann hana þriðja árið í röð. Hollendingurinn vann nítján af 22 keppnum tímabilsins sem er met og komst 21 sinni á verðlaunapall. Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar, sautjánda kappakstri tímabilsins. Red Bull varð jafnframt heimsmeistari bílasmiða með miklum yfirburðum.getty/Mark Thompson Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum, 83-77, í úrslitaleik í Manilla á Filippseyjum. Dennis Schröder skoraði 28 stig í leiknum og var valinn besti leikmaður HM. Þýskaland vann alla átta leiki sína á HM með samtals 113 stiga mun. Bandaríkjamenn ollu miklum vonbrigðum á mótinu og enduðu í 4. sæti.getty/Ezra Acayan Michael Smith faðmaði Sid Waddell bikarinn að sér eftir að hafa sigrað Michael van Gerwen í úrslitaleik HM í pílukasti, 7-3. Smith hafði verið góður í mörg ár en aldrei tekið stærsta skrefið og unnið stórmót fyrr en Grand Slam 2022. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna HM um síðustu jól.getty/Zac Goodwin Kansas City Chiefs vann Super Bowl eftir sigur á Philadelphia Eagles, 38-35, í Arizona. Íslandsvinurinn Patrick Mahomes var valinn maður leiksins. Höfðingjarnir hafa komist í Super Bowl þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og unnið tvisvar sinnum. Með Mahomes á myndinni er Travis Kelce sem var mikið í fréttunum seinni hluta ársins eftir að hann byrjaði með tónlistarstjörnunni Taylor Swift.getty/Gregory Shamus Spænski kylfingurinn Jon Rahm átti frábært ár. Hér fagnar hann eftir að hafa tryggt sér sigur á Masters í apríl. Hann hjálpaði Evrópu svo að vinna Ryder-bikarinn. Undir lok ársins samdi hann svo við LIV-mótartöðina umdeildu í Sádi-Arabíu. Samningurinn við LIV gerir Spánverjann að launahæsta íþróttamanni heims.getty/Christian Petersen Líkt og fleiri stuðningsmenn Napoli gat þessi ekki haldið aftur af tárunum eftir að liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár, eða frá tíma Diego Maradona í borginni. Stórskemmtilegt lið Napoli, með Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia, byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti, vann 21 af fyrstu 24 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og tryggði sér titilinn þegar fimm umferðum var ólokið.Vísir/Getty Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Vísir tók saman tíu eftirminnileg augnablik af erlendum íþróttavettvangi ársins 2023 sem senn er á enda. Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleik HM. Sigurinn féll þó í skuggann af atviki sem átti sér stað eftir leikinn þar sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti óumbeðnum rembingskossi á Jennifer Hermoso, eina skærustu stjörnu spænska liðsins. Forsetinn var harðlega gagnrýndur, dæmdur í bann af FIFA og sagði loks af sér eftir mikið fjaðrafok.getty/cameron spencer Denver Nuggets varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Miami Heat í úrslitum, 4-1. Serbneski miðherjinn Nikola Jokic leiddi Denver til fyrirheitna landsins og var valinn besti leikmaður úrslitanna. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 að meðaltali í leik. Jokic var jafnframt með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar allra leikmanna í úrslitakeppninni.getty/Matthew Stockman Norski framherjinn Erling Haaland var magnaður á sínu fyrsta tímabili með Manchester City þar sem liðið vann þrefalt; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. City varð þar með annað enska liðið á eftir Manchester United 1999 til að vinna þrennuna. Haaland skoraði 52 mörk í 53 leikjum á tímabilinu, þar á meðal 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er met.Getty/Tom Flathers Ein fremsta íþróttakona sögunnar, Simone Biles, sneri aftur til keppni eftir tveggja ára hlé. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til fernra gullverðlauna á HM. Hún er sigursælasti fimleikakappi sögunnar en hún hefur unnið 37 verðlaun á HM og Ólympíuleikum, þar af 27 gullverðlaun.getty/Stacy Revere Max Verstappen hafði mikla yfirburði í heimsmeistarakeppni ökuþóra í Formúlu 1 og vann hana þriðja árið í röð. Hollendingurinn vann nítján af 22 keppnum tímabilsins sem er met og komst 21 sinni á verðlaunapall. Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar, sautjánda kappakstri tímabilsins. Red Bull varð jafnframt heimsmeistari bílasmiða með miklum yfirburðum.getty/Mark Thompson Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum, 83-77, í úrslitaleik í Manilla á Filippseyjum. Dennis Schröder skoraði 28 stig í leiknum og var valinn besti leikmaður HM. Þýskaland vann alla átta leiki sína á HM með samtals 113 stiga mun. Bandaríkjamenn ollu miklum vonbrigðum á mótinu og enduðu í 4. sæti.getty/Ezra Acayan Michael Smith faðmaði Sid Waddell bikarinn að sér eftir að hafa sigrað Michael van Gerwen í úrslitaleik HM í pílukasti, 7-3. Smith hafði verið góður í mörg ár en aldrei tekið stærsta skrefið og unnið stórmót fyrr en Grand Slam 2022. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna HM um síðustu jól.getty/Zac Goodwin Kansas City Chiefs vann Super Bowl eftir sigur á Philadelphia Eagles, 38-35, í Arizona. Íslandsvinurinn Patrick Mahomes var valinn maður leiksins. Höfðingjarnir hafa komist í Super Bowl þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og unnið tvisvar sinnum. Með Mahomes á myndinni er Travis Kelce sem var mikið í fréttunum seinni hluta ársins eftir að hann byrjaði með tónlistarstjörnunni Taylor Swift.getty/Gregory Shamus Spænski kylfingurinn Jon Rahm átti frábært ár. Hér fagnar hann eftir að hafa tryggt sér sigur á Masters í apríl. Hann hjálpaði Evrópu svo að vinna Ryder-bikarinn. Undir lok ársins samdi hann svo við LIV-mótartöðina umdeildu í Sádi-Arabíu. Samningurinn við LIV gerir Spánverjann að launahæsta íþróttamanni heims.getty/Christian Petersen Líkt og fleiri stuðningsmenn Napoli gat þessi ekki haldið aftur af tárunum eftir að liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár, eða frá tíma Diego Maradona í borginni. Stórskemmtilegt lið Napoli, með Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia, byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti, vann 21 af fyrstu 24 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og tryggði sér titilinn þegar fimm umferðum var ólokið.Vísir/Getty
Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira