Fossaforstjórarnir veðsetja allt sitt í VÍS Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 11:23 Haraldur I. Þórðarson, forstjóri samstæðu VÍS og fyrrverandi forstjóri Fossa, og Steingrímur Arnar Finnsson. Fossar Haraldur I. Þórðarson, forstjóri samstæðu VÍS og fyrrverandi forstjóri Fossa, og Steingrímur Arnar Finnsson, forstjóri Fossa, hafa sett alla hluti sína í VÍS, sem þeir eignuðust í kjölfar sameiningar félaganna tveggja, að veði til tryggingar lánasamningum. Samanlagt virði hlutanna er tæplega 1,5 milljarðar króna. Þetta segir í tilkynningu VÍS til Kauphallar eftir lokun markaða í gær. Þar segir að félögin H3 ehf., sem Haraldur á ásamt eiginkonu sinni Ragnhildi Ágústsdóttur, og Kormákur invest ehf., sem Steingrímur Arnar á, hafi veðsett hluti sína í VÍS til tryggingar lánssamningi. H3 fer með 50,985 milljónir hluta, sem metnir eru á um 850 milljónir króna, og Kormákur invest með 35,614 milljónir hluta, sem metnir eru á um 600 milljónir króna. Í tilkynningu segir að hlutir í Fossum fjárfestingarbanka hf., sem voru í eigu félaganna tveggja, upphaflega meðal annars í gegnum félagið Fossar Markets Holding ehf. (FMH), hafi að hluta til verið fjármagnaðir með lánsfjármagni sem tryggt var með veði í hlutum í Fossum fjárfestingarbanka hf. Við slit félagsins FMH hafi hluthafar þess, þar með talið félögin tvö, yfir eignir og skuldir félagsins, hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign sína, þar á meðal lán sem tryggt var með veði í hlutum í Fossum fjárfestingarbanka hf.. Nýtilkomin skylda til að tilkynna veðsetningu Við sameiningu Vátryggingafélags Íslands hf., VÍS, og Fossa fjárfestingarbanka hf., sem kom til framkvæmda hinn 2. október 2023, hafi félögin eignast áðurnefnda hluti í VÍS gegn afhendingu hluta sinna í Fossum fjárfestingarbanka hf.. Framangreind lán félaganna hafi nú verið endurfjármögnuð með bankaláni og í samræmi evrópureglugerð um markaðssvik, MAR, sé upplýst um að félögin hafi sett hluti sína í VÍS að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Við sameiningu VÍS og Fossa varð Haraldur annar forstjóra VÍS, ásamt Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, og Steingrímur Arnar tók við forstjórastóli Fossa, sem nú er dótturfyrirtæki VÍS. VÍS Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. 20. desember 2023 16:10 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu VÍS til Kauphallar eftir lokun markaða í gær. Þar segir að félögin H3 ehf., sem Haraldur á ásamt eiginkonu sinni Ragnhildi Ágústsdóttur, og Kormákur invest ehf., sem Steingrímur Arnar á, hafi veðsett hluti sína í VÍS til tryggingar lánssamningi. H3 fer með 50,985 milljónir hluta, sem metnir eru á um 850 milljónir króna, og Kormákur invest með 35,614 milljónir hluta, sem metnir eru á um 600 milljónir króna. Í tilkynningu segir að hlutir í Fossum fjárfestingarbanka hf., sem voru í eigu félaganna tveggja, upphaflega meðal annars í gegnum félagið Fossar Markets Holding ehf. (FMH), hafi að hluta til verið fjármagnaðir með lánsfjármagni sem tryggt var með veði í hlutum í Fossum fjárfestingarbanka hf. Við slit félagsins FMH hafi hluthafar þess, þar með talið félögin tvö, yfir eignir og skuldir félagsins, hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign sína, þar á meðal lán sem tryggt var með veði í hlutum í Fossum fjárfestingarbanka hf.. Nýtilkomin skylda til að tilkynna veðsetningu Við sameiningu Vátryggingafélags Íslands hf., VÍS, og Fossa fjárfestingarbanka hf., sem kom til framkvæmda hinn 2. október 2023, hafi félögin eignast áðurnefnda hluti í VÍS gegn afhendingu hluta sinna í Fossum fjárfestingarbanka hf.. Framangreind lán félaganna hafi nú verið endurfjármögnuð með bankaláni og í samræmi evrópureglugerð um markaðssvik, MAR, sé upplýst um að félögin hafi sett hluti sína í VÍS að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Við sameiningu VÍS og Fossa varð Haraldur annar forstjóra VÍS, ásamt Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, og Steingrímur Arnar tók við forstjórastóli Fossa, sem nú er dótturfyrirtæki VÍS.
VÍS Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. 20. desember 2023 16:10 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. 20. desember 2023 16:10
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent