Hvers eiga viðbragðsaðilar að gjalda? Sveinn Gauti Einarsson skrifar 21. desember 2023 20:00 Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurstofa Íslands gefur út hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Á kortinu sem nú gildir segir m.a. að töluverð hætta sé á gosopnun án fyrirvara í Grindavík auk þess sem hætta sé á sprunguhreyfingum, jarðskjálftum ásamt fleiru. Á hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar metur Veðurstofan mjög miklar líkur á skyndilegri gosopnun ásamt öðrum hættum af völdum jarðhræringanna. Hættumatskort Veðurstofunnar hafa hingað til síður en svo gert of mikið úr hættunni. Kortin gerðu ekki ráð fyrir möguleikanum á fyrirvaralausu gosi líkt og því sem hófst á mánudagskvöld og enginn sá fyrir atburðina sem urðu í og við Grindavík þann 11. nóvember. Í raun er hægt að segja að óvissan sé nær algjör og ógjörningur sé að segja til um það hvað gerist næst. Þó er ljóst að Grindavík og nágrenni bæjarins er mikið hættusvæði. Þrátt fyrir hættumatið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að opna fyrir umferð inn í Grindavík um Grindavíkurveg. Jafnframt hefur komið fram að viðbragðsaðilar verði til taks ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þykir í lagi að fara veginn þar sem mjög mikil hætta er á skyndilegri gosopnun til þess að dvelja í bænum þar sem töluverð hætta er á elgosi. Þau sem séð hafa myndband af upphafi gossins í Sundhnjúkagígum átta sig væntanlega á því hvað skyndileg gosopnun getur haft í för með sér. Gosið byrjaði líkt og sprenging og var orðið nokkuð stórt á örfáum sekúndum. Ef fólk hefði verið á gossvæðinu við upphaf gossins þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Ég hef tekið þátt í aðgerðunum í Grindavík. Ég aðstoðaði fólk við að sækja verðmætustu eigur sínar og var til taks í bænum þegar ástandið var metið þannig að slíkt væri nauðsynlegt. Það var sjálfsagt og vel haldið utan um það hversu margir mættu vera í bænum á hverjum tíma auk þess sem litlar líkur voru taldar á fyrirvaralausu gosi í Grindavík. Staðan núna er önnur. Fólk á að vera búið að sækja helstu verðmæti og gæludýr í bæinn og hættan er talin meiri en áður. Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda? Er eðlilegt að krefjast þess að lögregluþjónar leggi líf sitt í hættu svo veitingastaðir geti verið opnir í Grindavík? Er boðlegt að fjölskyldur slökkviliðsmanna þurfi að hafa áhyggjur af þeim til þess að fjölmiðlafólk geti tekið myndir af nýjustu sprungunum í bænum. Ég skil vel að fólk vilji vera heima sér, en er forsvaranlegt að biðja björgunarsveitafólk um að dvelja allan daginn á hættusvæði svo fólk geti vitjað húsa sinna. Það að heimila rekstur fyrirtækja á hættusvæðinu orkar líka tvímælis. Með því er verið að leggja starfsfólk í óþarfa hættu. Það er vel hægt að vinna fisk annars staðar en í Grindavík. Nóg er af veitingastöðum og börum utan hættusvæða. Við eigum ekki að láta græðgissjónarmið stjórna aðgerðum á þann hátt að líf fólks sé í hættu. Ef opið á að vera í Grindavík á að gera fólki ljóst að það fari þangað á eigin ábyrgð og því verði ekki bjargað ef allt fer á versta veg. Ekki er hægt að gera kröfu á viðbragðsaðila að leggja líf sitt í hættu til að bjarga þeim sem vísvitandi fara inn á hættusvæði. Jafnframt ætti að banna fyrirtækjarekstur í bænum þar sem ekki er forsvaranlegt að ætlast til þess að starfsfólk þurfi að dvelja á hættusvæði til að sinna vinnu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun