GTA 6 hakkarinn í ótímabundna öryggisvistun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 22:05 Arion Kurtaj hafði ítrekað lýst því yfir að hann myndi halda glæpum sínum áfram. Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins. Bretland Leikjavísir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins.
Bretland Leikjavísir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira