Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 07:19 Elísabet hafði áhyggjur af því að hún væri að gera allt erfiðara með því að deyja í Balmoral. Getty/Chris Jackson Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi. Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess. Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira