Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2023 10:01 Fjórir nýir heimildaþættir um ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, verða frumsýndir á milli jóla og nýárs. Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta. Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann sem klárar dæmið“ Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sjá meira
Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta.
Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann sem klárar dæmið“ Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sjá meira