Gladdi hundruð barna með jólagjöfum Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 16:31 Luka Doncic, ein stærsta körfuboltastjarna heims, hefur síðustu ár glatt börn í aðdraganda jólanna. AP og Instagram/@lukadoncic Slóvenska körfuboltaséníið Luka Doncic hefur glatt hjörtu hátt í 300 barna, bæði í Slóveníu og í Dallas í Bandaríkjunum, í aðdraganda jólanna. Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins. NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins.
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira