Sandra og Gísli best í handbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 17:46 Sandra Erlingsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru algjörir lykilmenn í íslensku landsliðunum. HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. Sandra var í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og Gísli Þorgeir er klár í Evrópumeistaramótið í janúar eftir að hafa jafnað sig af hnémeiðslum. Í rökstuðningi HSÍ fyrir valinu segir: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í HM 2023 og vann Forsetabikarinn. Sandra skoraði 34 mörk HM og var markahæsti leikmaður Íslands á HM og einnig markahæsti leikmaður Íslands á HM frá upphafi. Sandra er frá Vestmannaeyjum og lék bæði með ÍBV og HK í yngri flokkum auk þess sem að vera um tíma með Füchse Berlin í Þýskalandi þegar fjölskylda hennar bjó ytra. Þegar hún flutti aftur heim fór Sandra, 18 ára, að leika með meistaraflokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sumarið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2019 og fór árið eftir í atvinnumennsku í Danmörku þaðan sem hún fór sumarið 2022 til Þýskalands. Sandra hefur leikið 32 leiki með kvennalandsliðinu og skorað í þeim 145 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleiksmaður ársins er Gísli Þorgeir Kristjánsson, 24 ára leikstjórnandi Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Gísli Þorgeir vann í vor ásamt liðsfélögum sínum í Magdeburg Meistaradeild EHF ásamt því fá silfurverðlaun í þýsku bikarkeppninni. Gísli Þorgeir var valinn mikilvægasti leikmaður Final 4 úrslitahelgi Meistaradeildarinnar ásamt því að vera valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður Magdeburg á síðustu leiktíð. Gísli Þorgeir er Hafnfirðingur og lék alla yngri flokka með FH. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH árið 2015. Árið 2018 gerði Gísli Þorgeir samning við THW Kiel og lék með liðinu þangað til í upphafi árs 2020 þegar hann færði sig til Magdeburg þar sem hann leikur í dag. Með landsliðinu lék Gísli Þorgeir á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar en á árinu tók hann þátt í 12 landsleikjum og skorað í þeim 37 mörk. Gísli á að baki 51 landsleik sem hann hefur skorað í 113 mörk. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sandra var í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og Gísli Þorgeir er klár í Evrópumeistaramótið í janúar eftir að hafa jafnað sig af hnémeiðslum. Í rökstuðningi HSÍ fyrir valinu segir: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í HM 2023 og vann Forsetabikarinn. Sandra skoraði 34 mörk HM og var markahæsti leikmaður Íslands á HM og einnig markahæsti leikmaður Íslands á HM frá upphafi. Sandra er frá Vestmannaeyjum og lék bæði með ÍBV og HK í yngri flokkum auk þess sem að vera um tíma með Füchse Berlin í Þýskalandi þegar fjölskylda hennar bjó ytra. Þegar hún flutti aftur heim fór Sandra, 18 ára, að leika með meistaraflokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sumarið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2019 og fór árið eftir í atvinnumennsku í Danmörku þaðan sem hún fór sumarið 2022 til Þýskalands. Sandra hefur leikið 32 leiki með kvennalandsliðinu og skorað í þeim 145 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleiksmaður ársins er Gísli Þorgeir Kristjánsson, 24 ára leikstjórnandi Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Gísli Þorgeir vann í vor ásamt liðsfélögum sínum í Magdeburg Meistaradeild EHF ásamt því fá silfurverðlaun í þýsku bikarkeppninni. Gísli Þorgeir var valinn mikilvægasti leikmaður Final 4 úrslitahelgi Meistaradeildarinnar ásamt því að vera valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður Magdeburg á síðustu leiktíð. Gísli Þorgeir er Hafnfirðingur og lék alla yngri flokka með FH. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH árið 2015. Árið 2018 gerði Gísli Þorgeir samning við THW Kiel og lék með liðinu þangað til í upphafi árs 2020 þegar hann færði sig til Magdeburg þar sem hann leikur í dag. Með landsliðinu lék Gísli Þorgeir á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar en á árinu tók hann þátt í 12 landsleikjum og skorað í þeim 37 mörk. Gísli á að baki 51 landsleik sem hann hefur skorað í 113 mörk.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn