Körfubolti

Detroit Pistons nálgast taphrinumet: „Seljið liðið“ segja stuðnings­menn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cade Cunningham, leikmaður Detroit Pistons, var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021.
Cade Cunningham, leikmaður Detroit Pistons, var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021. Nic Antaya/Getty Images

Detriot Pistons vann tvo af fyrstu þremur leikjum tímabilsins en tapaði í nótt 25. leik sínum í röð í NBA deildinni, 119-111 gegn Utah Jazz. Þeir eru nú einum leik frá því að jafna taphrinumet deildarinnar.

Leikurinn fór fram á heimavelli Pistons, aðdáendur virðast alveg búnir að fá nóg af spilamennsku liðsins og kröfðust sölu félagsins og brotthvarfs Tom Gores, sem fer fyrir Platinum Equity Firm, fjárfestingahópnum sem eiga Detroit Pistons. 

Eins og áður segir er Detroit Pistons aðeins einum leik frá því að jafna taphrinumet deildarinnar sem stendur í 26 leikjum. Cleveland Cavaliers (2010/11) og Philadelphia 76ers (2013/14) eiga það óeftirsótta met í sameiningu. 76ers eiga metið fyrir flesta tapaði leiki í röð (28), en sú taphrina teygði sig frá tímabilinu 2014/15 yfir á tímabilið 2015/16. 

Margir héldu fyrirfram að leikurinn í gærkvöldi væri góður tímapunktur til að snúa gengi liðsins við en Utah Jazz var án lykilmanna á borð við Jordan Clarkson og Lauri Markkanen. 

Eins og sjá má í viðtalinu hér að ofan hefur Cade Cunningham enn trú á að liðið geti snúið gengi sínu við. Detroit Pistons eiga tvo leiki framundan gegn Brooklyn Nets, sem sitja í 9. sæti Austurdeildarinnar með 13 sigra og 14 töp. Pistons eru í 15. og neðsta sæti Austursins með 2 sigra og 26 töp. 

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×