Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 13:05 Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“ Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira