Liverpool og Arsenal skiptu stigunum á milli sín í 1-1 jafntefli í risaleik kvöldsins þar sem toppsætið var undir. Úrslitin þýða það að Arsenaæ trónir á toppnum yfir jólahátiðina.
„Þessi leikur litaðist af því að Kostas Tsimikas meiddist illa,“ sagði Klopp, en gríski bakvörðurinn þurfti að fara af velli vegna axlarmeiðsla.
„Hann fann til í viðbeininu sem er klárlega brotið þannig hann verður lengi frá. Það er erfitt að taka þessu á sama tíma og Robbo [Andy Robertson] er meiddur.“
Þrátt fyrir töpuð stig vildi Klopp þó þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir sitt framlag í kvöld, en þjálfarinn hafði gagnrýnt þá fyrr í vikunni.
„Fyrir utan meiðslin, eftir það sem ég sagði í síustu viku, þá vil vil ég fyrst og fremst segja: Takk Anfield. Þetta var stórkostlegt. Arsenal byrjaði betur með aukaspyrnu og horni og það er eitthvað sem þeir gera virkilega vel. Við hefðum átt að gera betur í markinu. Það var tæpt. Virkilega nálægt því að vera rangstaða.“