Liðið hefur nú aðeins unnið tvo af fyrstu 29 leikjum tímabilsins og situr sem fastast á botni Austurdeildarinnar.
Þá var þetta 26. tap Detroit Pistons í röð, sem er jöfnun á meti sem enginn vill eiga. Tveimur öðrum liðum hefur tekist að tapa 26 leikjum í röð, en Cleveland Cavaliers gerði það tímabilið 2010-2011 og Philadelphia 76ers tapaði einnig 26 leikjum í röð tímabilið 2013-2014.
The Detroit Pistons are extending their losing streak to 26 (TWENTY-SIX) games 😳 pic.twitter.com/ZEX5cOc0rY
— NBACentral (@TheDunkCentral) December 24, 2023
Þrátt fyrir þetta slæma gengi liðsins segist þjálfari liðsins, Monty Williams, þó vera stoltu af leikmönnunum.
„Það er ömurlegt að tapa og við erum búnir að gera nóg af því í ár,“ sagði Williams. „En ég er stoltur af því að strákarnir halda alltaf áfram að berjast á hverju kvöldi.“
„Þessir strákar vilja ekki vera hluti af einhverri taphrinu. Þeir mæta á hverjum degi og eru einbeittir og hungraðir í að ná í sigur.“