„Getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 10:30 Tunnur voru víða yfirfullar í Reykjavíkurborg á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir sorphirðumenn í borginni ekki geta verið alls staðar á sama tíma. Vinnudagar séu lengdir í kringum hátíðir til að flýta sorphirðu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“ Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“
Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira