Ekki mitt hlutverk og nenni ekki að stýra væntingum Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson ræddi við fjölmiðla í gær á fyrsta æfingadegi landsliðsins fyrir EM. vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson kveðst fagna því að fólk geri væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta, sem hann stýrir á stórmóti í fyrsta sinn eftir rúmar tvær vikur. Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Snorri var ráðinn landsliðsþjálfari í sumar. Hann hefur auðvitað mikla reynslu af því að fara á stórmót sem leikmaður og veit að íslenska þjóðin fylgist vel með strákunum okkar, og gerir mishóflegar væntingar til þeirra. Hvernig er best að eiga við þær? „Ég veit það svo sem ekki. Ég hef alveg sagt það að þú vilt hafa væntingar. Ef það er enginn að pæla í þér eða því að við séum að fara á stórmót, þá er það verra. Þú vilt að fólk hafi trú á þér og búist við að þú náir góðum árangri. Svo er það bara okkar allra að glíma aðeins við það,“ segir Snorri og bætir við: „Mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að ætla að fara að stjórna einhverjum væntingum. Ég hef bara ekki tíma í það og nenni því ekki. Þær verða þarna og við þurfum bara að umgangast þær, en líka líta í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað eitthvað upp á undanfarið, og við þurfum sem lið að spýta í lófana hvað það varðar. Sýna að við getum staðið undir einhverjum væntingum og að það sé innistæða fyrir þeim.“ Viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn hefur EM-undirbúning Ísland hefur keppni á EM með leik við Serbíu föstudaginn 12. janúar, og er einnig í riðli með Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Tvö þessara liða komast áfram í milliriðla og ljóst að þangað þarf Ísland að komast ætli liðið sér að ná sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmið Snorra er. Ákefð og kraftur á æfingum Formlegur undirbúningur fyrir EM hófst í gær og mun íslenska liðið æfa hérlendis fram yfir áramót, áður en förinni er heitið til Austurríkis þar sem Ísland spilar tvo vináttuleiki við heimamenn 6. og 8. janúar. „Mér líður bara vel, eins og er,“ segir Snorri fyrir sitt fyrsta stórmót sem þjálfari. „Auðvitað fylgja þessu alls konar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. En það er líka bara partur af þessu. Þær eiga eflaust eftir að verða meiri og alls konar þessar tilfinningar, því nær sem dregur móti, en svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því. Það breytist ekkert.“ Snorri Steinn Guðjónsson á fyrstu æfingunni fyrir EM, í húsakynnum Víkinga í Safamýri í gær.Vísir/Sigurjón En við hverju mega lærisveinar Snorra búast næstu daga? „Hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum, og að við séum ekki að labba hlutina of mikið. Auðvitað fylgir það líka að standa á teig og fara yfir þessa taktísku hluti, en sérstaklega til að byrja með þá vil ég að það sé ákefð og kraftur á æfingunum, og menn berjist fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur, sérstaklega 12. janúar.“ „Getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir mót“ Snorri lék á ótal stórmótum fyrir Ísland og gegndi lykilhlutverki í sóknarleik liðsins. „Ég held að það hjálpi mér alveg að einhverju leyti, en auðvitað er það ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Ég held að það sé ekki gott fyrir mig að hefta mig of mikið í einhverjar tilfinningar sem voru hjá mér þegar ég var leikmaður. En það að hafa verið lengi í landsliðinu og farið á mörg stórmót, ég vona að það skili mér einhverju. Að öðru leyti þá tek ég þessu af nokkurri ró og leyfi hlutunum að gerast og koma til mín. Auðvitað hef ég ákveðnar hugmyndir og skoðanir á því hvernig ég vil gera hlutina, en ég er líka liðlegur. Ef ég sé að hlutirnir eru að þróast í slæma átt þá reyni ég að grípa inn í,“ segir Snorri sem sendi strákunum í landsliðinu skýr skilaboð á fyrsta liðsfundinum eftir að hópurinn kom saman: „Við erum hérna til þess að ná árangri. Ég lagði bara áherslu á það, og hvað þyrfti til. Þetta sneri meira að hugarfarinu og það hvernig við ætluðum að nálgast þetta verkefni, frekar en eitthvað taktískt. Þetta byrjar núna. Við getum ekki bara kveikt á einhverjum bjöllum rétt fyrir fyrsta leik. Við sem lið þurfum að „fighta“ það strax að ætla að ná einhverjum árangri.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira