Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 10:54 Aldrei munu eins margir ferðamenn fara um Keflavíkurflugvöll eins og á næsta ári ef farþegaspár Isavia munu rætast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að stækka Keflavíkurflugvöll á sínum tíma. Áður hefur komið fram að spáð verði 8,5 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll og að 2,4 milljónir erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Sífellt fleiri áfangastaðir „Sem er þá stærsta ferðamannaárið í sögunni. Það voru 2,3 milljónir ferðamanna sem komu hingað 2018. Þannig að Ísland er bara að halda áfram að vaxa sem áfangastaður,“ segir Guðmundur. Eru fleiri flugfélög að skoða Ísland sem áfangastað? Ný að bætast við? „Já. Fyrst og fremst er framboðsaukningin í íslensku flugfélögunum, sem eru að bæta við. Icelandair er að bæta við þremur áfangastöðum í Norður-Ameríku til dæmis. En við erum líka að fá inn til dæmis West Jet frá Calgary. West Jet hefur ekki flogið til Íslands áður og Calgary hefur ekki verið borg áður sem er flogið til, sem er ein stærsta borg Kanada.“ Guðmundur tekur annað dæmi um bandaríska flugfélagið United sem byrjar aftur að fljúga til New York frá Keflavík á nýju ári. Félagið hætti því fyrir faraldur. „Við erum að sjá aðallega aukningu á tíðni á næsta ári. Það eru fá ný flugfélög en mjög mörg flugfélög eru að bæta við. Voru kannski að fara þrisvar, fjórum sinnum, eru að fara upp í vikulegt, jafnvel tvisvar á dag og það er þróun sem er mjög jákvæð fyrir flugvöllinn. Þannig að við teljum okkur núna vera komin með þann grunn sem við þurfum.“ Fríhöfnin stækkar í febrúar og flugvöllurinn í haust Guðmundur segir að það hafi reynst hárrétt ákvörðun að stækka flugvöllinn þegar sú ákvörðun var tekin í heimsfaraldrinum. Nýr töskumótttökusalur sem hafi opnað sé algjör umbylting á vellinum. „Það er fyrsti áfanginn af þessari framkvæmd. Fríhöfnin er núna að stækka í febrúar og svo eftir sumarið kemur í rauninni önnur og þriðja hæðin í notkun á þessari sömu byggingu og þar verða fjórir landgangar og ný verslunar-og veitingatækifæri og setusvæði.“ Þannig sé Isavia betur í stakk búið til að taka á móti farþegum á vellinum en til dæmis árið 2017 og 2018 sem hafi verið stór ár í komu ferðamanna. „Þetta líka sýnir að þær ákvarðanir að fara af stað með stækkun flugvallarins í faraldrinum, hún var rétt og nú þegar þessi tuttugu þúsund fermetra bygging er að klárast í september, október, þá er gríðarlega mikilvægt að félagið hafi þá burði til að halda áfram að framkvæma, vegna þess að við vitum að við erum ennþá örlítið eftir á í framkvæmdum.“ Fjöldinn dreifist yfir daginn Guðmundur segir ágætlega hafa gengið að fjölga starfsfólki á flugvellinum á sama tíma og hann stækki. Það hafi verið til happs að álagið dreifist í auknu mæli yfir daginn. „Ekki bara hjá Isavia heldur hjá öllum, að umferðin um daginn er að dreifast miklu betur. Það eru að verða til fleiri tengibankar hjá til dæmis Icelandair, erlendu flugfélögin koma utan háannatíma,“ segir Guðmundur. „Þannig að við erum líka að ná að nýta starfsfólkið yfir lengra tímabil yfir daginn. Það eykur auðvitað álag og við þurfum að breyta vaktakerfum og skoða það. Þannig að við erum líka að fá aukna hagræðingu í því hvernig fjöldinn dreifist yfir daginn.“ Þá segir Guðmundur að ferðamenn dreifist í auknum mæli yfir árið. Ísland sé hægt og bítandi að verða heilsársáfangastaður. Mikil fjölgun og tækifæri í Asíu Guðmundur segir að eftir fimm ár horfi Isavia til þess að á milli 11 til 12,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á hverju ári. Isavia spái því að dreifing ferðamanna verði betri yfir landið og að vöxturinn verði eðlilegur. „Að áfangastaðir eru að vaxa 3-5 prósent. Það er eðlilegur og náttúrulegur vöxtur. Við teljum að íslensk ferðaþjónusta sé hægt og bítandi að fara þangað, hvort það verði akkúrat í ár sem það byrjar eða á næstu árum,“ segir Guðmundur. „Svo eru bara tækifæri á tengimarkaðnum áfram. Yfir Norður-Atlantshafið, við teljum að það séu gríðarleg tækifæri í Asíu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að stækka Keflavíkurflugvöll á sínum tíma. Áður hefur komið fram að spáð verði 8,5 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll og að 2,4 milljónir erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Sífellt fleiri áfangastaðir „Sem er þá stærsta ferðamannaárið í sögunni. Það voru 2,3 milljónir ferðamanna sem komu hingað 2018. Þannig að Ísland er bara að halda áfram að vaxa sem áfangastaður,“ segir Guðmundur. Eru fleiri flugfélög að skoða Ísland sem áfangastað? Ný að bætast við? „Já. Fyrst og fremst er framboðsaukningin í íslensku flugfélögunum, sem eru að bæta við. Icelandair er að bæta við þremur áfangastöðum í Norður-Ameríku til dæmis. En við erum líka að fá inn til dæmis West Jet frá Calgary. West Jet hefur ekki flogið til Íslands áður og Calgary hefur ekki verið borg áður sem er flogið til, sem er ein stærsta borg Kanada.“ Guðmundur tekur annað dæmi um bandaríska flugfélagið United sem byrjar aftur að fljúga til New York frá Keflavík á nýju ári. Félagið hætti því fyrir faraldur. „Við erum að sjá aðallega aukningu á tíðni á næsta ári. Það eru fá ný flugfélög en mjög mörg flugfélög eru að bæta við. Voru kannski að fara þrisvar, fjórum sinnum, eru að fara upp í vikulegt, jafnvel tvisvar á dag og það er þróun sem er mjög jákvæð fyrir flugvöllinn. Þannig að við teljum okkur núna vera komin með þann grunn sem við þurfum.“ Fríhöfnin stækkar í febrúar og flugvöllurinn í haust Guðmundur segir að það hafi reynst hárrétt ákvörðun að stækka flugvöllinn þegar sú ákvörðun var tekin í heimsfaraldrinum. Nýr töskumótttökusalur sem hafi opnað sé algjör umbylting á vellinum. „Það er fyrsti áfanginn af þessari framkvæmd. Fríhöfnin er núna að stækka í febrúar og svo eftir sumarið kemur í rauninni önnur og þriðja hæðin í notkun á þessari sömu byggingu og þar verða fjórir landgangar og ný verslunar-og veitingatækifæri og setusvæði.“ Þannig sé Isavia betur í stakk búið til að taka á móti farþegum á vellinum en til dæmis árið 2017 og 2018 sem hafi verið stór ár í komu ferðamanna. „Þetta líka sýnir að þær ákvarðanir að fara af stað með stækkun flugvallarins í faraldrinum, hún var rétt og nú þegar þessi tuttugu þúsund fermetra bygging er að klárast í september, október, þá er gríðarlega mikilvægt að félagið hafi þá burði til að halda áfram að framkvæma, vegna þess að við vitum að við erum ennþá örlítið eftir á í framkvæmdum.“ Fjöldinn dreifist yfir daginn Guðmundur segir ágætlega hafa gengið að fjölga starfsfólki á flugvellinum á sama tíma og hann stækki. Það hafi verið til happs að álagið dreifist í auknu mæli yfir daginn. „Ekki bara hjá Isavia heldur hjá öllum, að umferðin um daginn er að dreifast miklu betur. Það eru að verða til fleiri tengibankar hjá til dæmis Icelandair, erlendu flugfélögin koma utan háannatíma,“ segir Guðmundur. „Þannig að við erum líka að ná að nýta starfsfólkið yfir lengra tímabil yfir daginn. Það eykur auðvitað álag og við þurfum að breyta vaktakerfum og skoða það. Þannig að við erum líka að fá aukna hagræðingu í því hvernig fjöldinn dreifist yfir daginn.“ Þá segir Guðmundur að ferðamenn dreifist í auknum mæli yfir árið. Ísland sé hægt og bítandi að verða heilsársáfangastaður. Mikil fjölgun og tækifæri í Asíu Guðmundur segir að eftir fimm ár horfi Isavia til þess að á milli 11 til 12,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á hverju ári. Isavia spái því að dreifing ferðamanna verði betri yfir landið og að vöxturinn verði eðlilegur. „Að áfangastaðir eru að vaxa 3-5 prósent. Það er eðlilegur og náttúrulegur vöxtur. Við teljum að íslensk ferðaþjónusta sé hægt og bítandi að fara þangað, hvort það verði akkúrat í ár sem það byrjar eða á næstu árum,“ segir Guðmundur. „Svo eru bara tækifæri á tengimarkaðnum áfram. Yfir Norður-Atlantshafið, við teljum að það séu gríðarleg tækifæri í Asíu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira