Lopez virtist bara vera að bregða létt á leik eftir að leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Misheppnað skot fór af körfunni og út á völlinn og Lopez skallaði boltann upp í loftið á leið til búningsklefa.
Hann uppgötvaði það hins vegar þegar hann kom aftur inn í salinn að dómarar leiksins höfðu gefið honum tæknivillu fyrir að skalla boltann.
Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina.
Lopez og félagar í Milwaukee Bucks unnu leikinn örugglega 144-122. Seinni hálfleikurinn hófst þó á því að Jalen Wilson setti niður vítaskotið vegna tæknivillunnar.
Þetta var reyndar ekki kvöldið hans Brook Lopez sem klúðraði öllum sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en var með 2 stig, 6 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 varin skot á tæpum 25 spiluðum mínútum.
Giannis Antetokounmpo var með 32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar.