Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 16:04 Atriðið fræga og nú umdeilda úr Home Alone 2. Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira