Orð ársins er skortur Ingólfur Bender skrifar 29. desember 2023 11:30 Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Húsnæðismál Orkumál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli í takt við þarfir atvinnulífsins hefur einkennt árið 2023. Vandinn hefur komið fram í minni vaxtargetu hagkerfisins, efnahagslegu ójafnvægi, verðbólgu, háum vöxtum og minni kaupmætti launa. Því má segja að skortur sé orð ársins 2023. Vandinn er heimatilbúinn og orsökina má rekja til þess að framboð hefur ekki fylgt vaxandi þörf á sviði húsnæðis-, orku- og menntamála. Mikilvægt er að stjórnvöld og samfélagið allt nýti árið 2024 til að leysa úr þessum vandamálum og tryggja þannig grundvöll stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar heimilum og fyrirtækjum til heilla. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið áberandi vandamál hér á landi á síðustu árum. Fólksfjölgun í landinu hefur verið hröð og langt umfram fjölgun íbúða sem leitt hefur af sér skort á íbúðum. Fólksfjölgunin hér á landi hefur verið mun meiri en sést hefur í nálægum ríkjum og verkefnið því mun stærra hér en víða annarsstaðar. Íbúðaskorturinn hefur leitt til hærra verðs íbúða og komið fram í mikilli verðbólgu sem Seðlabankinn hefur brugðist við með hækkun vaxta og hertum reglum í skilmálum greiðslumats. Hefur þetta gert landsmönnum erfiðara fyrir að ná að mæta þeirri grunnþörf sem húsnæði er. Skortur á lóðum hefur verið einn megin áhrifaþáttur þessarar þróunar á íbúðamarkaði. Það er staðreynd þrátt fyrir að landið teljist vera langt í frá þéttbýlt í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga og vaxtahækkanir undanfarið, sem hafa verið afleiðingar þessa skorts að stórum hluta, hafa valdið því að enn frekar hægir á íbúðauppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Skortur er á raforku hér á landi. Framboð raforku hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu árum á sama tíma og eftirspurn hefur farið vaxandi. Skortur á raforku hefur þegar leitt til tapaðra tækifæra í iðnaði og atvinnuuppbyggingu um land allt á síðustu árum. Rjúfa þarf áralanga kyrrstöðu í orkuöflun til að mæta raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi og nýjum tækifærum í fjölbreyttum iðnaði. Skortur hefur verið á viðhaldi og uppbyggingu í flutningskerfi raforku í þágu orkuöryggis, bættrar orkunýtingar og aðgengis að raforku um land allt. Við þessu þarf að bregðast hratt. Það hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðum á íslenskum vinnumarkaði á síðustu árum. Mikil og aukin aðsókn hefur verið í iðnnám en skortur iðnskólanna á fjármagni og viðeigandi húsnæði hefur valdið því að 600-1.000 nemendum hefur verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. Á sama tíma hefur verið mikill skortur á iðnmenntuðu starfsfólki meðal íslenskra iðnfyrirtækja og raunar heilt yfir á íslenskum vinnumarkaði. Mikilli eftirspurn hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls að stórum hluta. En það hefur ekki nægt til. Svipuð staða hefur verið í STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) þar sem vaxandi eftirspurn hefur að stórum hluta verið knúin áfram af hröðum vexti í útflutningi hugverkaiðnaðar á síðustu árum. Íslenskt menntakerfi hefur ekki náð að svara kalli atvinnulífsins en skortur er á fólki með menntun í STEAM-greinum. Þannig er Ísland í 87. sæti hvað varðar útskrifaða úr STEAM-greinum á háskólastigi á Global Innovation Index árið 2023. Ljóst er að skortur á vinnuafli hefur verið dragbítur á vöxt iðnaðarins síðustu ár og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar greinarinnar hefur verið fórnað vegna þess að framboð vinnuafls með rétta færni og menntun hefur ekki verið nægjanlegt. Skortur á íbúðum, raforkuinnviðum og menntuðu vinnuafli sem mætir fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja í landinu er áskorun sem Ísland stendur frammi fyrir núnaþegar árið2024 gengur í garð. Stjórnvöld hafa tækifæri til að leysa farsællega úr þessum málum þannig að fjölbreyttum þörfum heimila og fyrirtækja landsins sé mætt og tækifærin til vaxtar og aukinnar velsældar nýtt hér á landi. Til að leysa þennan vanda þarf samstillt átak þeirra sem að hagstjórninni koma. Ef vel tekst til verður uppskeran aukinn stöðugleiki – lægri verðbólga og vextir – sem er grundvöllur framleiðnivaxtar og aukins kaupmáttar. Gerum stöðugleika að orði ársins 2024. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar