Ráðgáta um íslenskt ljóð í kastalaþorpi á Norður-Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2023 07:37 Fréttamaðurinn varð steinhissa að sjá þennan íslenska texta á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni. Ingunn Lára Kristjánsdóttir Íslenskan telst eitt fámennasta og minnst útbreidda tungumál jarðarbúa. Fréttamaður Stöðvar 2 varð því ekki lítið hissa þegar hann fyrir hreina tilviljun sá ljóð á íslenskri tungu letrað á steinvegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um óvænta sýn sem birtist Íslendingum í heimsókn í þorpið Uruena. Þangað er um tveggja og hálfs tíma akstur í norðvestur frá höfuðborginni Madrid og um 45 mínútna akstur frá héraðshöfuðborginni Valladolid. Þorpið Uruena er að mestu umgirt kastalamúr.KMU Þetta fallega þúsund ára gamla kastalaþorp er því fjarri hefðbundnum ferðamannaslóðum Íslendinga. Það telst heldur ekki fjölsóttur ferðamannastaður meðal Spánverja enda eiga þeir víst tvöþúsund kastala og þessi er utan alfaraleiða í strjálbýlu vínræktarhéraðinu Castille og Leon. Þorpið Uruena er í 220 kílómetra akstursfjarlægð frá Madrid og 50 kílómetra frá Valladolid.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þegar komið var inn fyrir kastalamúrinn blasti hins vegar nokkuð óvænt við Íslendingum á fyrsta veggnum, texti sem greinilega var á íslensku. Þetta virtist í fyrstu vera forn texti, okkur datt í hug að þetta gæti verið eitthvað kristilegt frá tímum íslenskra Jórsalafara, sem hefðu kannski átt leið hér um fyrr á öldum. Íslenska kvæðið á veggnum. Bókstafurinn „ð“ er þó ekki notaður en í staðinn skrifað „dh“ og „þ“ er skrifað „th“. Þá er bókstafurinn „u“ táknaður með „v“.KMU Ég vil ekki sjá dauðann ég vil ekki sjá blóð Ignacios í sandinum ekki enn ég vil lifa án þess að deyja kannske kannske rennur sólin ekki upp yfir sandinum í morgunsárið Kastalamúrar Uruena eru tignarlegir.KMU Við bönkuðum upp á í húsinu, sem ljóðið er utan á, en enginn kom til dyra. Við spurðumst fyrir í nærliggjandi bókabúð, sem og á eina veitingastaðnum sem var opinn, en enginn þorpsbúa sem við hittum gat útskýrt fyrir okkur hversvegna þarna væri þessi íslenski texti. Og það var ekki svo að við sæjum texta annarra tungumála nema spænsku þarna á veggjum. Þetta virtist því ekki vera hluti af einhverju fjölþjóðlegu verkefni, íslenski textinn virtist vera sá eini utan spænsku sem hampað var með þessum hætti. Íslenska kvæðið lesið á veggnum í bókaþorpinu Uruena.Ingunn Lára Kristjánsdóttir En kannski er þetta til að heiðra bókaþjóðina Íslendinga, hugsuðum við, því að þetta 190 manna pláss, á stærð við Raufarhöfn, státar af óvenju mörgum bókabúðum, níu talsins. Í grein í New York Times var bent á að það væru fleiri bóksalar en skólabörn í þorpinu. Bókabúðafjöldinn stafar af því að vegna fólksfækkunar og fjölda yfirgefinna húsa ákvað sveitarstjórnin að bjóða upp á nánast ókeypis húsnæði hverjum þeim sem vildi opna bókabúð í von um að lífga upp á þorpið. Eftir að hafa spurst fyrir í vinahópi gat einn rifjað upp að ljóðið héti „Til minningar um Garcia Lorca" og væri eftir Bjarka A. Unnsteinsson. Við fundum út að það hafði birst á prenti í Lesbók Morgunblaðsins árið 1982. Ljóðið birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 11. september árið 1982, merkt Bjarka A. Unnsteinssyni. Höfundurinn Bjarki Aage Unnsteinsson lést fyrir átján árum, 57 ára gamall. Hann fæddist á Reykjum í Ölfusi þann 15. desember árið 1947 og var eitt fimm barna skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, Unnsteins Ólafssonar, og danskrar konu hans, Elnu Ólafsson Christiansen. Bjarki varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, nam við Háskóla Íslands um tíma en varð frá að hverfa vegna veikinda. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Í minningargrein í Morgunblaðinu kom fram að Bjarki hafði gott vald bæði á íslensku og dönsku og að eftir hann lægi talsvert efni jafnt í bundnu sem óbundnu máli, þar á meðal fjöldi ljóða sem hann samdi ýmist á íslensku eða dönsku. Bjarki stundaði ýmis störf meðan heilsa leyfði. Hann lést á Borgarspítalanum þann 12. september árið 2005. Þegar við hringdum í systur skáldsins, Hönnu Unnsteinsdóttur, í vikunni kvaðst hún vera að frétta það núna í fyrsta sinn að ljóð eftir bróður hennar væri á vegg á Spáni. „Mér finnst þetta skemmtilegt og stórkostlegt að heyra þetta,“ sagði Hanna en hafði enga hugmynd um hvernig ljóðið rataði þangað. Bjarki hefði aldrei komið til Spánar. Hún sagði bróður sinn aldrei hafa gefið út ljóðabók og að eina opinbera birting ljóða hans hafi verið í Lesbók Morgunblaðsins. Uruena er uppi á hæð og gnæfir yfir umhverfi sitt.KMU Heiti kvæðisins, „Til minningar um Garcia Lorca", gæti hafa vakið áhuga Spánverja. Federico García Lorca er eitt þekktasta ljóðskáld Spánar og hafa mörg kvæða hans verið þýdd á íslensku. Einnig hafa leikverk eftir hann verið sviðsett hérlendis en Garcia Lorca gat sér einnig frægðar fyrir leikritun, leikstjórn, myndlist og tónlist. Stuðningsmenn Francos tóku hann af lífi í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar árið 1936 en Garcia Lorca var þá 38 ára gamall. Lík hans hefur aldrei fundist og deildar meiningar um ástæður þess að hann var myrtur. Ofan af kastalamúrnum fæst gott útsýni yfir sveitirnar í kring og þorpið fyrir innan múrinn.Kristín Eygló Kristjánsdóttir Eftir stendur að það er okkur enn hulin ráðgáta hversvegna þetta íslenska ljóð komst þarna á vegginn í kastalaþorpinu Uruena. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ljóðlist Spánn Menning Íslensk tunga Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ráðgátan um íslenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina. 1. janúar 2024 16:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um óvænta sýn sem birtist Íslendingum í heimsókn í þorpið Uruena. Þangað er um tveggja og hálfs tíma akstur í norðvestur frá höfuðborginni Madrid og um 45 mínútna akstur frá héraðshöfuðborginni Valladolid. Þorpið Uruena er að mestu umgirt kastalamúr.KMU Þetta fallega þúsund ára gamla kastalaþorp er því fjarri hefðbundnum ferðamannaslóðum Íslendinga. Það telst heldur ekki fjölsóttur ferðamannastaður meðal Spánverja enda eiga þeir víst tvöþúsund kastala og þessi er utan alfaraleiða í strjálbýlu vínræktarhéraðinu Castille og Leon. Þorpið Uruena er í 220 kílómetra akstursfjarlægð frá Madrid og 50 kílómetra frá Valladolid.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þegar komið var inn fyrir kastalamúrinn blasti hins vegar nokkuð óvænt við Íslendingum á fyrsta veggnum, texti sem greinilega var á íslensku. Þetta virtist í fyrstu vera forn texti, okkur datt í hug að þetta gæti verið eitthvað kristilegt frá tímum íslenskra Jórsalafara, sem hefðu kannski átt leið hér um fyrr á öldum. Íslenska kvæðið á veggnum. Bókstafurinn „ð“ er þó ekki notaður en í staðinn skrifað „dh“ og „þ“ er skrifað „th“. Þá er bókstafurinn „u“ táknaður með „v“.KMU Ég vil ekki sjá dauðann ég vil ekki sjá blóð Ignacios í sandinum ekki enn ég vil lifa án þess að deyja kannske kannske rennur sólin ekki upp yfir sandinum í morgunsárið Kastalamúrar Uruena eru tignarlegir.KMU Við bönkuðum upp á í húsinu, sem ljóðið er utan á, en enginn kom til dyra. Við spurðumst fyrir í nærliggjandi bókabúð, sem og á eina veitingastaðnum sem var opinn, en enginn þorpsbúa sem við hittum gat útskýrt fyrir okkur hversvegna þarna væri þessi íslenski texti. Og það var ekki svo að við sæjum texta annarra tungumála nema spænsku þarna á veggjum. Þetta virtist því ekki vera hluti af einhverju fjölþjóðlegu verkefni, íslenski textinn virtist vera sá eini utan spænsku sem hampað var með þessum hætti. Íslenska kvæðið lesið á veggnum í bókaþorpinu Uruena.Ingunn Lára Kristjánsdóttir En kannski er þetta til að heiðra bókaþjóðina Íslendinga, hugsuðum við, því að þetta 190 manna pláss, á stærð við Raufarhöfn, státar af óvenju mörgum bókabúðum, níu talsins. Í grein í New York Times var bent á að það væru fleiri bóksalar en skólabörn í þorpinu. Bókabúðafjöldinn stafar af því að vegna fólksfækkunar og fjölda yfirgefinna húsa ákvað sveitarstjórnin að bjóða upp á nánast ókeypis húsnæði hverjum þeim sem vildi opna bókabúð í von um að lífga upp á þorpið. Eftir að hafa spurst fyrir í vinahópi gat einn rifjað upp að ljóðið héti „Til minningar um Garcia Lorca" og væri eftir Bjarka A. Unnsteinsson. Við fundum út að það hafði birst á prenti í Lesbók Morgunblaðsins árið 1982. Ljóðið birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 11. september árið 1982, merkt Bjarka A. Unnsteinssyni. Höfundurinn Bjarki Aage Unnsteinsson lést fyrir átján árum, 57 ára gamall. Hann fæddist á Reykjum í Ölfusi þann 15. desember árið 1947 og var eitt fimm barna skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, Unnsteins Ólafssonar, og danskrar konu hans, Elnu Ólafsson Christiansen. Bjarki varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, nam við Háskóla Íslands um tíma en varð frá að hverfa vegna veikinda. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Í minningargrein í Morgunblaðinu kom fram að Bjarki hafði gott vald bæði á íslensku og dönsku og að eftir hann lægi talsvert efni jafnt í bundnu sem óbundnu máli, þar á meðal fjöldi ljóða sem hann samdi ýmist á íslensku eða dönsku. Bjarki stundaði ýmis störf meðan heilsa leyfði. Hann lést á Borgarspítalanum þann 12. september árið 2005. Þegar við hringdum í systur skáldsins, Hönnu Unnsteinsdóttur, í vikunni kvaðst hún vera að frétta það núna í fyrsta sinn að ljóð eftir bróður hennar væri á vegg á Spáni. „Mér finnst þetta skemmtilegt og stórkostlegt að heyra þetta,“ sagði Hanna en hafði enga hugmynd um hvernig ljóðið rataði þangað. Bjarki hefði aldrei komið til Spánar. Hún sagði bróður sinn aldrei hafa gefið út ljóðabók og að eina opinbera birting ljóða hans hafi verið í Lesbók Morgunblaðsins. Uruena er uppi á hæð og gnæfir yfir umhverfi sitt.KMU Heiti kvæðisins, „Til minningar um Garcia Lorca", gæti hafa vakið áhuga Spánverja. Federico García Lorca er eitt þekktasta ljóðskáld Spánar og hafa mörg kvæða hans verið þýdd á íslensku. Einnig hafa leikverk eftir hann verið sviðsett hérlendis en Garcia Lorca gat sér einnig frægðar fyrir leikritun, leikstjórn, myndlist og tónlist. Stuðningsmenn Francos tóku hann af lífi í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar árið 1936 en Garcia Lorca var þá 38 ára gamall. Lík hans hefur aldrei fundist og deildar meiningar um ástæður þess að hann var myrtur. Ofan af kastalamúrnum fæst gott útsýni yfir sveitirnar í kring og þorpið fyrir innan múrinn.Kristín Eygló Kristjánsdóttir Eftir stendur að það er okkur enn hulin ráðgáta hversvegna þetta íslenska ljóð komst þarna á vegginn í kastalaþorpinu Uruena. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ljóðlist Spánn Menning Íslensk tunga Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ráðgátan um íslenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina. 1. janúar 2024 16:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ráðgátan um íslenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina. 1. janúar 2024 16:32