Bailly, sem er 29 ára gamall miðvörður, gekk í raðir Besiktas í sumar eftir sjö ára dvöl hjá Manchester United. Hann lék aðeins fimm deildarleiki fyrir Besiktas.
Alls lék hann átta leiki fyrir tyrkneska félagið áður en hann var tekinn úr leikmannahópi félagsins í nóvember á þessu ári. Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti félagið að Bailly myndi hvorki æfa né spila með liðinu eftir atvik sem átti sér stað í leik liðsins við Alanyaspor.
Varnarmaðurinn reifst þá við samherja sinn inni á vellinum, en einnig gengu sögur um það að hann hafi rifist mikið við samherja sína á æfingasvæðinu.
Bailly hefur þó ekki verið lengi að finna sér nýtt félag eftir að hafa rift samningi sínum. Líklegast þykir að hann muni snúa aftur til spænska félagsins Villarreal þar sem hann lék tímabilið 2014-2015 áður en hann gekk í raðir Manchester United.
🚨🟡 Villarreal are closing in on deal to sign Eric Bailly as free agent. Agreement in place with Ivorian CB wanted by Marcelino.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2023
Bailly will replace Gabbia who’s on the verge of returning to AC Milan.
Contract agreed, final details and then he signs — here we go soon 🇨🇮 pic.twitter.com/b0NqSJ6PQ5