Grænni og enn vænni Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 07:30 Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Og hvernig hefur nú tekist til? Við Píratar í borgarstjórn erum á okkar þriðja kjörtímabili við stjórnvölinn í Reykjavík, aldrei fyrr með jafn miklum styrk og nú. Við kláruðum nú við lok 2023 okkar fyrsta heila ár á nýju kjörtímabili og erum ánægð með árangurinn. Þegar við Píratar fáum tækifæri til að láta gott af okkur leiða þá nýtum við þau vel til að bæta samfélagið. Umboð okkar tökum við alvarlega. Við erum í þjónustu almennings og okkar kjósenda og við gefum okkur öll í verkefnin. Nú eru efnahagsaðstæður krefjandi og þá skiptir máli að hafa réttsýnt fólk til að taka þátt í þeirri mikilvægu forgagnsröðun verkefna sem nauðsynleg er þegar þarf að hagræða. Höfum við gert margt mjög gott og mikilvægt. Hyggst ég stikla á stóru varðandi lykilverkefni ársins 2023. Nútímavæðing þjónustu minnkar vesen, sóun og mengun Það er lykilatriði að nútímavæða þjónustuna okkar til að skapa hagræði og tækifæri til að bjóða betri þjónustu og skapa lífsgæði fyrir íbúa um leið og vel er farið með almannafé. Við erum að byggja áfram á tímamótaátaki okkar í stafrænni umbreytingu sem hefur sýnt sig að sparar peninga og tíma þannig að hægt sé að gera meira fyrir jafn mikið eða jafnvel minna. Margt hefur áunnist í þessu samhengi síðustu misseri. Innleiðing byggingagáttarinnar leiddi til þess að umsóknir í þjónustuver helminguðust sem er mikill tíma- og vinnusparnaður bæði fyrir starfsfólk og uppbyggingaraðila. En við erum ekki komin í land og því höldum við áfram. Við erum að undirbúa innleiðingu stafrænnar tækni við eftirlit með gjaldskyldu sem mun líka skapa mikið hagræði. Ný styrkjagátt er í notkun í fyrstu útgáfu og búið er að birta nýtt gagnahlaðborð sem leggur grunn að meira gagnsæi í rekstri borgarinnar og betri yfirsýn. Loftslagsmálin eru knýjandi leiðarstef Loftslags- og umhverfismálin eru mikilvægustu verkefni samtímans og förum við Píratar fyrir þeim málaflokki í umhverfis- og skipulagsráði. Loftslagmálin eru leiðarstef í allri samgöngu- og skipulagsvinnu innan borgarinnar. Unnið er að því að auka hlutfall gangandi, hjólandi og almenningssamgangna í ferðum fólks innan borgarinnar svo borgin geti vaxið og dafnað þannig að íbúum og störfum fjölgi án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. Borgarlínan er í undirbúningi um leið og samið er um um fjármögnun og tímalínu verkefnisins til lengri tíma. Næturstrætó hóf svo aftur akstur í Reykjavík árið 2023 sem er atriði sem við Píratar lögðum ríka áherslu á að fá inn í meirihlutasáttmála. Búið er að koma upp 42 km af hjólastígum í borginni. Bara síðan hjólreiðaáætlunin 2021-2025 var samþykkt 2021 hafa um 10 kílómetrar af hjólastígum verið lagðir í borginni. Búið er að fjölga hlaupahjólastæðum við skóla og tilraunaverkefni um hjólaskápa hefur verið í gangi við tvo skóla. 90% af skólum borgarinnar hafa náð viðmiði um fjölda hjólastæða fyrir skólabörn. Búið er að koma á fjallahjólabraut á Úlfarsfelli og fjölga hjólatyllum í borgarlandinu. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut. Eitt það mikilvægasta fram undan er að huga betur að greiðum og öruggum leiðum um gatnamót í borginni. Sömuleiðis er verið að undirbúa nýjan sjóð til að fjölga yfirbyggðum og öruggum hjólastæðum innan borgarinnar en tillaga þess efnis var samþykkt nýverið í umhverfis- og skipulagsráði og var það á stefnuskrá okkar Pírata. Á árinu var það gert leyfilegt að hjóla gegn einstefnu sem er merkt með sérstöku skilti þar sem það á við og hyggjumst við stíga frekari skref í þessa átt. Við höfum á árinu stækkað gjaldskyldusvæði vegna bílastæða á borgarlandi og uppfært verðstýringuna sem þjónustar betur fólk sem þarf að leggja á svæðum sem jafnan vantar stæði en er þetta líka leið til að fara betur með dýrmætt borgarlandið og beina bílum í bílastæðahúsin þar sem oft eru laus stæði. Vel hefur tekist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar kemur að úrgangsmálum og flokkun. Á árinu var nýtt flokkunarkerfi innleitt með meðal annars flokkun á lífrænum úrgangi. Þessi breyting á sorphirðu er risastórt verkefni. Dreifingu á 30 þúsund nýjum flokkunartunnum á heimilin í borginni var lokið í september og búið er að dreifa körfum og bréfpokum til 57 þúsund heimila í borginni. Árangurinn lætur ekki á sér standa fyrir loftslagið. Úrgangur til urðunar hefur dregist saman um 35%. Þessi breyting á sorphirðu þýðir auðvitað lækkað kolefnisspor með því að draga úr urðun. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar kemur að úrgangi er um 17.000 tonn síðan 2019. Þetta er 27% samdráttur í losun vegna úrgangs. Flokkun hefur aukist mikið undanfarið ár, líka í þeim flokkum sem áður var safnað eins og plasti sem hefur tvöfaldast í flokkun. Á árinu hefur verið unnið að nýrri borgarhönnunarstefnu, þeirri fyrstu sinnar tegundar á Íslandi og var það okkur Pírötum kappsmál í meirihlutasáttmálagerð. Það er gríðarlega mikilvægt mál sem snýst um að tryggja það að græna sýnin okkar um frábært og þétt borgarumhverfi og græna uppbyggingu þar sem gangandi og hjólandi eru í forgangi nær alltaf alla leið í okkar vinnu. Þar sem við þéttum byggð en pössum upp á birtu og gæði fyrir íbúa. Skipulagsferlar eru flóknir og þetta mun stuðla að gagnsæi og gæðum frekar en að það sé háð einstaka vökulu auga að tryggja að boltar falli ekki á milli í þessu tilliti. Í þessu samhengi er vert að nefna að á árinu voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt hverfi á Keldnalandi fyrir 10-15.000 manns. Það verður metnaðarfyllstsa og grænasta hverfi Reykjavíkur hingað til þar sem bíllaus lífsstíll og gangandi og hjólandi eru í algjörum forgangi, þar sem mikil áhersla er á aðgengi allra að grænum svæðum alveg við heimili. Stórbætt vetrarþjónusta – frelsi til að velja sér ferðamáta, líka á veturna Vetrarþjónustan hefur verið í brennidepli síðan tímamótasnjókoma á skömmum tíma síðasta vetur hamlaði för margra um borgina okkar. Í þessu ástandi í fyrra bárust okkur margar ábendingar um hluti sem hefðu mátt betur fara sem við erum þakklát fyrir. Þær höfum við nýtt til umfangsmikilla úrbóta sem snerta á flestum þáttum vetrarþjónustunnar. Þjónustan hefur verið stórbætt eins og margir hafa borið vitni undanfarna daga með skilvirkara verklagi og markvissum handtökum okkar fólks þegar við höfum staðið frammi fyrir töluverðu snjómagni. Markmiðið okkar var að ná að hreinsa húsagötur á innan 48 klukkustundum í stað 4-5 daga sem áður var. Þetta tókst og gott betur og voru göturnar hreinsaðar á undir sólarhring. Gríðarleg fækkun ábendinga hefur sýnt merki um að vel hafi til tekist. Margar ábendinganna varðaði einnig göngu- og hjólastíga. Nú er búið að setja mun meiri fókus á hreinsun göngu- og hjólastíga og hreinsun gatnamóta og strætóskýla sömuleiðis sem skiptir gríðarlegu máli ef við viljum gera fólki kleift að ganga og hjóla allan ársins hring. Það skiptir máli fyrir barnafólk eins og mig með kerrur og vagna. Við viljum í kjölfarið ganga enn lengra hvað þetta varðar og er verið að skoða leiðir til þess. Jafnrétti og aðgengi fyrir okkur öll Málefni og aðgengi fólks óháð kyni, stöðu, fötlun og færni eru okkur Pírötum afar hugleikin. Nú hefur kjöri á íþróttamanni ársins verið breytt til að rúma meiri breidd með vali á íþróttakvári ársins.Við höfum áður látið útbúa leiðbeiningar til að tryggja aðgengi trans fólks að íþróttamannvirkjum og klefum, auk þess höfum við beitt okkur fyrir því að hugað sé vel að aðgengi allra kynja og óháð fötlun og færni við uppbyggingu og breytingar á íþrótta- og sundmannvirkjum. Yfir sérklefa og aðgengismál í sundlaugum var uppfært og gert aðgengilegt á forsíðu sundlauganna á árinu. Unnið er að því að bæta aðgengi við strætóbiðstöðvar byggt á sérstakri úttekt og búið er að ráða sérstakan aðgengisfulltrúa innan borgarinnar. Jafnréttisskólinn var efldur á árinu enda skiptir hann miklu máli þegar kemur að því að bregðast við bakslagi hinseginbaráttunnar. Að auki höldum við áfram að innleiða regnbogavottun Reykjavíkur með góðum árangri. Unnin hefur verin allsherjarúttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála hjá borginni sem verið er að fylgja eftir og er einnig unnið að úttekt á umfangi kynþáttafordóma innan borgarkerfisins. Raddir íbúa skipta máli Við Píratar höfum ætíð verið upptekin af lýðræðislegum vinnubrögðum, förum fyrir innleiðingu fyrstu lýðræðisstefnu borgarinnar og beitum okkur í þessa veru allsstaðar. Á árinu ákváðum við í umhverfis- og skipulagsráði sem dæmi að ráðast í íbúakönnun á afmörkuðu svæði vegna ákvarðanna sem mættu andstöðu. Í kjölfarið fengum við staðfest að almenn ánægja var með ákvörðunina á vissu svæði þar sem ákveðið var að halda sig við hana en mun minni ánægja á öðru svæði og var þá ákvörðunin endurskoðuð til samræmis. Við erum auðmjúk og til í að gera betur í takt við vilja íbúa og þetta mál er dæmi um það. Lýðræðisleg vinnubrögð og efling lýðræðisins er hluti af góðri straumlínustjórnun og að fara vel með auðlindir og tækifæri. Íbúar þekkja sínar aðstæður og umhverfi best og því skiptir öllu máli að hafa greiða leið fyrir þeirra raddir að þeim sem taka endanlegar ákvarðanir. Íbúaráðin eru lykillýðræðisverkefni sem voru sett á laggirnar undir forystu okkar Pírata og þau hafa gefið mjög góða raun og haft mikil áhrif í þágu íbúa undanfarin ár. Það er af mörgu að taka í borginni okkar og verkefnin eru umfangsmikil. Við Píratar vöndum okkur, hlustum og byggjum ákvarðanir okkar á upplýsingum um hvað er best hverju sinni frekar en að ákvarða út frá takmarkandi hægri-vinstri kreddum. Það er gríðarlega frelsandi í pólitík og stjórnun samfélagsins og ég held að það sé langsamlega heppilegast fyrir íbúa. Ég vil þakka fyrir stuðninginn á árinu og undanfarin ár og um leið fyrir gott samstarf við allt okkar öfluga starfsfólk en Reykjavík er stór og mikilvægur vinnustaður. Reykjavík er virkilega góð borg að mjög mörgu leyti og ég vil meina að með okkur Pírata við stjórnvölinn hafi hún orðið enn réttlátari, grænni og betri. Enn er af mörgu og taka og ég hlakka til að leggja mig alla fram fyrir ykkur kæru íbúar á nýju ári. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Og hvernig hefur nú tekist til? Við Píratar í borgarstjórn erum á okkar þriðja kjörtímabili við stjórnvölinn í Reykjavík, aldrei fyrr með jafn miklum styrk og nú. Við kláruðum nú við lok 2023 okkar fyrsta heila ár á nýju kjörtímabili og erum ánægð með árangurinn. Þegar við Píratar fáum tækifæri til að láta gott af okkur leiða þá nýtum við þau vel til að bæta samfélagið. Umboð okkar tökum við alvarlega. Við erum í þjónustu almennings og okkar kjósenda og við gefum okkur öll í verkefnin. Nú eru efnahagsaðstæður krefjandi og þá skiptir máli að hafa réttsýnt fólk til að taka þátt í þeirri mikilvægu forgagnsröðun verkefna sem nauðsynleg er þegar þarf að hagræða. Höfum við gert margt mjög gott og mikilvægt. Hyggst ég stikla á stóru varðandi lykilverkefni ársins 2023. Nútímavæðing þjónustu minnkar vesen, sóun og mengun Það er lykilatriði að nútímavæða þjónustuna okkar til að skapa hagræði og tækifæri til að bjóða betri þjónustu og skapa lífsgæði fyrir íbúa um leið og vel er farið með almannafé. Við erum að byggja áfram á tímamótaátaki okkar í stafrænni umbreytingu sem hefur sýnt sig að sparar peninga og tíma þannig að hægt sé að gera meira fyrir jafn mikið eða jafnvel minna. Margt hefur áunnist í þessu samhengi síðustu misseri. Innleiðing byggingagáttarinnar leiddi til þess að umsóknir í þjónustuver helminguðust sem er mikill tíma- og vinnusparnaður bæði fyrir starfsfólk og uppbyggingaraðila. En við erum ekki komin í land og því höldum við áfram. Við erum að undirbúa innleiðingu stafrænnar tækni við eftirlit með gjaldskyldu sem mun líka skapa mikið hagræði. Ný styrkjagátt er í notkun í fyrstu útgáfu og búið er að birta nýtt gagnahlaðborð sem leggur grunn að meira gagnsæi í rekstri borgarinnar og betri yfirsýn. Loftslagsmálin eru knýjandi leiðarstef Loftslags- og umhverfismálin eru mikilvægustu verkefni samtímans og förum við Píratar fyrir þeim málaflokki í umhverfis- og skipulagsráði. Loftslagmálin eru leiðarstef í allri samgöngu- og skipulagsvinnu innan borgarinnar. Unnið er að því að auka hlutfall gangandi, hjólandi og almenningssamgangna í ferðum fólks innan borgarinnar svo borgin geti vaxið og dafnað þannig að íbúum og störfum fjölgi án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. Borgarlínan er í undirbúningi um leið og samið er um um fjármögnun og tímalínu verkefnisins til lengri tíma. Næturstrætó hóf svo aftur akstur í Reykjavík árið 2023 sem er atriði sem við Píratar lögðum ríka áherslu á að fá inn í meirihlutasáttmála. Búið er að koma upp 42 km af hjólastígum í borginni. Bara síðan hjólreiðaáætlunin 2021-2025 var samþykkt 2021 hafa um 10 kílómetrar af hjólastígum verið lagðir í borginni. Búið er að fjölga hlaupahjólastæðum við skóla og tilraunaverkefni um hjólaskápa hefur verið í gangi við tvo skóla. 90% af skólum borgarinnar hafa náð viðmiði um fjölda hjólastæða fyrir skólabörn. Búið er að koma á fjallahjólabraut á Úlfarsfelli og fjölga hjólatyllum í borgarlandinu. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut. Eitt það mikilvægasta fram undan er að huga betur að greiðum og öruggum leiðum um gatnamót í borginni. Sömuleiðis er verið að undirbúa nýjan sjóð til að fjölga yfirbyggðum og öruggum hjólastæðum innan borgarinnar en tillaga þess efnis var samþykkt nýverið í umhverfis- og skipulagsráði og var það á stefnuskrá okkar Pírata. Á árinu var það gert leyfilegt að hjóla gegn einstefnu sem er merkt með sérstöku skilti þar sem það á við og hyggjumst við stíga frekari skref í þessa átt. Við höfum á árinu stækkað gjaldskyldusvæði vegna bílastæða á borgarlandi og uppfært verðstýringuna sem þjónustar betur fólk sem þarf að leggja á svæðum sem jafnan vantar stæði en er þetta líka leið til að fara betur með dýrmætt borgarlandið og beina bílum í bílastæðahúsin þar sem oft eru laus stæði. Vel hefur tekist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar kemur að úrgangsmálum og flokkun. Á árinu var nýtt flokkunarkerfi innleitt með meðal annars flokkun á lífrænum úrgangi. Þessi breyting á sorphirðu er risastórt verkefni. Dreifingu á 30 þúsund nýjum flokkunartunnum á heimilin í borginni var lokið í september og búið er að dreifa körfum og bréfpokum til 57 þúsund heimila í borginni. Árangurinn lætur ekki á sér standa fyrir loftslagið. Úrgangur til urðunar hefur dregist saman um 35%. Þessi breyting á sorphirðu þýðir auðvitað lækkað kolefnisspor með því að draga úr urðun. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar kemur að úrgangi er um 17.000 tonn síðan 2019. Þetta er 27% samdráttur í losun vegna úrgangs. Flokkun hefur aukist mikið undanfarið ár, líka í þeim flokkum sem áður var safnað eins og plasti sem hefur tvöfaldast í flokkun. Á árinu hefur verið unnið að nýrri borgarhönnunarstefnu, þeirri fyrstu sinnar tegundar á Íslandi og var það okkur Pírötum kappsmál í meirihlutasáttmálagerð. Það er gríðarlega mikilvægt mál sem snýst um að tryggja það að græna sýnin okkar um frábært og þétt borgarumhverfi og græna uppbyggingu þar sem gangandi og hjólandi eru í forgangi nær alltaf alla leið í okkar vinnu. Þar sem við þéttum byggð en pössum upp á birtu og gæði fyrir íbúa. Skipulagsferlar eru flóknir og þetta mun stuðla að gagnsæi og gæðum frekar en að það sé háð einstaka vökulu auga að tryggja að boltar falli ekki á milli í þessu tilliti. Í þessu samhengi er vert að nefna að á árinu voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt hverfi á Keldnalandi fyrir 10-15.000 manns. Það verður metnaðarfyllstsa og grænasta hverfi Reykjavíkur hingað til þar sem bíllaus lífsstíll og gangandi og hjólandi eru í algjörum forgangi, þar sem mikil áhersla er á aðgengi allra að grænum svæðum alveg við heimili. Stórbætt vetrarþjónusta – frelsi til að velja sér ferðamáta, líka á veturna Vetrarþjónustan hefur verið í brennidepli síðan tímamótasnjókoma á skömmum tíma síðasta vetur hamlaði för margra um borgina okkar. Í þessu ástandi í fyrra bárust okkur margar ábendingar um hluti sem hefðu mátt betur fara sem við erum þakklát fyrir. Þær höfum við nýtt til umfangsmikilla úrbóta sem snerta á flestum þáttum vetrarþjónustunnar. Þjónustan hefur verið stórbætt eins og margir hafa borið vitni undanfarna daga með skilvirkara verklagi og markvissum handtökum okkar fólks þegar við höfum staðið frammi fyrir töluverðu snjómagni. Markmiðið okkar var að ná að hreinsa húsagötur á innan 48 klukkustundum í stað 4-5 daga sem áður var. Þetta tókst og gott betur og voru göturnar hreinsaðar á undir sólarhring. Gríðarleg fækkun ábendinga hefur sýnt merki um að vel hafi til tekist. Margar ábendinganna varðaði einnig göngu- og hjólastíga. Nú er búið að setja mun meiri fókus á hreinsun göngu- og hjólastíga og hreinsun gatnamóta og strætóskýla sömuleiðis sem skiptir gríðarlegu máli ef við viljum gera fólki kleift að ganga og hjóla allan ársins hring. Það skiptir máli fyrir barnafólk eins og mig með kerrur og vagna. Við viljum í kjölfarið ganga enn lengra hvað þetta varðar og er verið að skoða leiðir til þess. Jafnrétti og aðgengi fyrir okkur öll Málefni og aðgengi fólks óháð kyni, stöðu, fötlun og færni eru okkur Pírötum afar hugleikin. Nú hefur kjöri á íþróttamanni ársins verið breytt til að rúma meiri breidd með vali á íþróttakvári ársins.Við höfum áður látið útbúa leiðbeiningar til að tryggja aðgengi trans fólks að íþróttamannvirkjum og klefum, auk þess höfum við beitt okkur fyrir því að hugað sé vel að aðgengi allra kynja og óháð fötlun og færni við uppbyggingu og breytingar á íþrótta- og sundmannvirkjum. Yfir sérklefa og aðgengismál í sundlaugum var uppfært og gert aðgengilegt á forsíðu sundlauganna á árinu. Unnið er að því að bæta aðgengi við strætóbiðstöðvar byggt á sérstakri úttekt og búið er að ráða sérstakan aðgengisfulltrúa innan borgarinnar. Jafnréttisskólinn var efldur á árinu enda skiptir hann miklu máli þegar kemur að því að bregðast við bakslagi hinseginbaráttunnar. Að auki höldum við áfram að innleiða regnbogavottun Reykjavíkur með góðum árangri. Unnin hefur verin allsherjarúttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála hjá borginni sem verið er að fylgja eftir og er einnig unnið að úttekt á umfangi kynþáttafordóma innan borgarkerfisins. Raddir íbúa skipta máli Við Píratar höfum ætíð verið upptekin af lýðræðislegum vinnubrögðum, förum fyrir innleiðingu fyrstu lýðræðisstefnu borgarinnar og beitum okkur í þessa veru allsstaðar. Á árinu ákváðum við í umhverfis- og skipulagsráði sem dæmi að ráðast í íbúakönnun á afmörkuðu svæði vegna ákvarðanna sem mættu andstöðu. Í kjölfarið fengum við staðfest að almenn ánægja var með ákvörðunina á vissu svæði þar sem ákveðið var að halda sig við hana en mun minni ánægja á öðru svæði og var þá ákvörðunin endurskoðuð til samræmis. Við erum auðmjúk og til í að gera betur í takt við vilja íbúa og þetta mál er dæmi um það. Lýðræðisleg vinnubrögð og efling lýðræðisins er hluti af góðri straumlínustjórnun og að fara vel með auðlindir og tækifæri. Íbúar þekkja sínar aðstæður og umhverfi best og því skiptir öllu máli að hafa greiða leið fyrir þeirra raddir að þeim sem taka endanlegar ákvarðanir. Íbúaráðin eru lykillýðræðisverkefni sem voru sett á laggirnar undir forystu okkar Pírata og þau hafa gefið mjög góða raun og haft mikil áhrif í þágu íbúa undanfarin ár. Það er af mörgu að taka í borginni okkar og verkefnin eru umfangsmikil. Við Píratar vöndum okkur, hlustum og byggjum ákvarðanir okkar á upplýsingum um hvað er best hverju sinni frekar en að ákvarða út frá takmarkandi hægri-vinstri kreddum. Það er gríðarlega frelsandi í pólitík og stjórnun samfélagsins og ég held að það sé langsamlega heppilegast fyrir íbúa. Ég vil þakka fyrir stuðninginn á árinu og undanfarin ár og um leið fyrir gott samstarf við allt okkar öfluga starfsfólk en Reykjavík er stór og mikilvægur vinnustaður. Reykjavík er virkilega góð borg að mjög mörgu leyti og ég vil meina að með okkur Pírata við stjórnvölinn hafi hún orðið enn réttlátari, grænni og betri. Enn er af mörgu og taka og ég hlakka til að leggja mig alla fram fyrir ykkur kæru íbúar á nýju ári. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar