Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar