Reguilon gekk í raðir United á láni frá Tottenham í ágúst á síðasta ári eftir að bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddust. Félagið hefur nú nýtt sér klásúlu í lánssamningi leikmannsins og hann snýr því aftur í herbúðir Tottenham, en búist er við því að bæði Shaw og Malacia verði klárir í slaginn síðar í þessum mánuði.
Sergio Reguilon to return to Tottenham after Manchester United exercise break clause 📃 pic.twitter.com/R8NQVeb2oh
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 2, 2024
Þessi 27 ára gamli bakvörður lék alls tólf leiki fyrir Manchester United á sínum stutta tíma hjá félaginu. Þar af var hann í byrjunarliðinu sjö sinnum, nú síðast í 3-0 tapi gegn Bournemouth á heimavelli.
Manhester United og Tottenham eru bæði í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Tottenham situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 20 leiki, aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti og átta stigum meira en Manchester United.