Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:11 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Hann er þar í mikilvægu hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira