Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 09:41 Fjórmenningarnir á mynd fyrir þáttinn. Róbert setti svo á sig loðhúfuna, sólgleraugun og áhorfendur tóku ekki eftir neinu. gústiB Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið