Má kíkja í heimsókn og skoða gögnin en fær þau ekki afhent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:00 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Esau er ákærður í Namibíu en Þorsteinn Már er meðal sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Íslandi. Wikileaks Sakborningur í Samherjamálinu fær ekki afrit af umfangsmiklum gögnum sem bárust héraðssaksóknara frá yfirvöldum í Namibíu í sumar. Verjanda sakborningsins er þó frjálst að kíkja í heimsókn á skrifstofu héraðssaksóknara og skoða gögnin. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti um miðjan desember niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á synjun á afhendingu gagnanna. Gögnin bárust héraðssaksóknara í júlí á rafrænu formi en um er að ræða tugþúsundir blaðsíðna. Rannsókn héraðssaksóknara á greiðslum frá Samherjatengdum félögum til áhrifafólks í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðiheimildum hefur staðið yfir síðan í nóvember 2019. Níu Íslendingar hafa stöðu sakbornings við rannsóknina en þeirra á meðal er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Lýst sem stærsta spillingarmáli Íslandssögunnar Fram kom í frétt RÚV í október að í tólf blaðsíðna bréfi héraðssaksóknara til Namibíu um afhendingu gagna hefði Samherjamálinu verið lýst sem stærsta spillingarmáli sem nokkru sinni hefði sætt rannsókn á Íslandi. Málið snúist um meint peningaþvætti, auðgunarbrot og hundruð milljóna króna mútugreiðslu til Namibíumanna til að koma höndum yfir kvóta þar í landi sem metinn er á milljarða króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Málið hefur verið til rannsóknar hjá embættinu í á fimmta ár.Vísir/vilhelm Gögnin sem óskað var eftir haustið 2022 voru meðal annars bankaupplýsingar um átta félög tengd Samherja og sextán önnur namibísk félög sem tengjast málinu. Bakgrunnsupplýsingar um tíu Namibíumenn sem sæta ákæru þar í landi og alls kyns önnur gögn. Má þar nefna afrit af símum og tölvum sem lagt var hald á við rannsókn namibískra yfirvalda, ársreikninga, samninga, vitnaskýrslur og upplýsingar um kvótaúthlutanir. Gögnin bárust sumarið 2023 en fram kemur í úrskurði Landsréttar að enn sé verið að fara yfir gögnin og því óljóst hvaða gögn verði að gögnum málsins hér á landi. Arnar Þór Stefánsson hefur gætt hagsmuna Samherja í málinu. Hann er verjandi sakbornings í málinu sem óskaði eftir aðgangi að þeim gögnum sem bárust í sumar.Vísir/Vilhelm Arnar Þór Stefánsson, lögmaður eins sakborningsins í Samherjamálinu hér á landi, gerði kröfu um að fá þessi gögn afhent. Héraðssaksóknari hafnaði beiðninni enda tengdust gögnin mun fleiri aðilum en skjólstæðingi hans sem enn liggur ekki fyrir hvort verði ákærður í málinu. Arnari Þór var hins vegar boðið á skrifstofu héraðssaksóknara til að fletta í gegnum gögnin. Vesen fyrir dómi í Namibíu Arnar Þór fór með málið fyrir dóm og krafðist þess að fá afrit af öllum gögnunum. Héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni en benti á að Arnar Þór gæti skoðað gögnin og þá gert kröfu um afrit af einstaka gögnum sem ættu þá við hans skjólstæðing. Arnar Þór kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hafnaði sömuleiðis beiðni hans. Fram kom í Heimildinni á dögunum að réttarhöld yfir Namibíumönnunum tíu hafi hafist formlega upp úr miðjum desember í einum anga málsins. Þinghald hafi gengið illa því ákærðu neituðu ýmist að taka afstöðu til ákærunnar auk þess sem sumir lögmenn þeirra mættu ekki eða sögðu sig frá verjendastörfum. Þá er vanhæfiskrafa á hendur einum dómara á dagskrá í yfirrétti í mars. Mennirnir tíu í Namibíu hafa flestir setið í varðhaldi, bak við lás og slá, síðan í nóvember 2019 þegar RÚV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin svokölluðu með hjálp Wikileaks. Samherjaskjölin Lögreglumál Namibía Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti um miðjan desember niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á synjun á afhendingu gagnanna. Gögnin bárust héraðssaksóknara í júlí á rafrænu formi en um er að ræða tugþúsundir blaðsíðna. Rannsókn héraðssaksóknara á greiðslum frá Samherjatengdum félögum til áhrifafólks í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðiheimildum hefur staðið yfir síðan í nóvember 2019. Níu Íslendingar hafa stöðu sakbornings við rannsóknina en þeirra á meðal er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Lýst sem stærsta spillingarmáli Íslandssögunnar Fram kom í frétt RÚV í október að í tólf blaðsíðna bréfi héraðssaksóknara til Namibíu um afhendingu gagna hefði Samherjamálinu verið lýst sem stærsta spillingarmáli sem nokkru sinni hefði sætt rannsókn á Íslandi. Málið snúist um meint peningaþvætti, auðgunarbrot og hundruð milljóna króna mútugreiðslu til Namibíumanna til að koma höndum yfir kvóta þar í landi sem metinn er á milljarða króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Málið hefur verið til rannsóknar hjá embættinu í á fimmta ár.Vísir/vilhelm Gögnin sem óskað var eftir haustið 2022 voru meðal annars bankaupplýsingar um átta félög tengd Samherja og sextán önnur namibísk félög sem tengjast málinu. Bakgrunnsupplýsingar um tíu Namibíumenn sem sæta ákæru þar í landi og alls kyns önnur gögn. Má þar nefna afrit af símum og tölvum sem lagt var hald á við rannsókn namibískra yfirvalda, ársreikninga, samninga, vitnaskýrslur og upplýsingar um kvótaúthlutanir. Gögnin bárust sumarið 2023 en fram kemur í úrskurði Landsréttar að enn sé verið að fara yfir gögnin og því óljóst hvaða gögn verði að gögnum málsins hér á landi. Arnar Þór Stefánsson hefur gætt hagsmuna Samherja í málinu. Hann er verjandi sakbornings í málinu sem óskaði eftir aðgangi að þeim gögnum sem bárust í sumar.Vísir/Vilhelm Arnar Þór Stefánsson, lögmaður eins sakborningsins í Samherjamálinu hér á landi, gerði kröfu um að fá þessi gögn afhent. Héraðssaksóknari hafnaði beiðninni enda tengdust gögnin mun fleiri aðilum en skjólstæðingi hans sem enn liggur ekki fyrir hvort verði ákærður í málinu. Arnari Þór var hins vegar boðið á skrifstofu héraðssaksóknara til að fletta í gegnum gögnin. Vesen fyrir dómi í Namibíu Arnar Þór fór með málið fyrir dóm og krafðist þess að fá afrit af öllum gögnunum. Héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni en benti á að Arnar Þór gæti skoðað gögnin og þá gert kröfu um afrit af einstaka gögnum sem ættu þá við hans skjólstæðing. Arnar Þór kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hafnaði sömuleiðis beiðni hans. Fram kom í Heimildinni á dögunum að réttarhöld yfir Namibíumönnunum tíu hafi hafist formlega upp úr miðjum desember í einum anga málsins. Þinghald hafi gengið illa því ákærðu neituðu ýmist að taka afstöðu til ákærunnar auk þess sem sumir lögmenn þeirra mættu ekki eða sögðu sig frá verjendastörfum. Þá er vanhæfiskrafa á hendur einum dómara á dagskrá í yfirrétti í mars. Mennirnir tíu í Namibíu hafa flestir setið í varðhaldi, bak við lás og slá, síðan í nóvember 2019 þegar RÚV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin svokölluðu með hjálp Wikileaks.
Samherjaskjölin Lögreglumál Namibía Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira